Sumardagurinn fyrsti 2024

Sumardagurinn fyrsti 25. apríl 2024

Við í Smaladrengjum ætlum að halda okkar árlegu hjólahópkeyrslu ef veður leyfir.

Mæting kl 12:00 á N1 Sauðárkróki fyrir þá sem vilja, en annars er mæting kl 13:00 við Fallið í Varmahlíð.

Hugmyndin er að koma saman, hlusta á smá hugvekju, minnast fallina félaga og horfa inn í hjólasumarið.

Að lokinni samkomu í Varmahlíð er mögulegt, fyrir þá sem það vilja, að halda sem leið liggur inn að Árgarði, Steinsstöðum en þar er kaffi og kökusala í tilefni dagsins hjá Kvenfélagi Lýtingsstaðahrepps frá kl 14-17 og kostar 2500kr (enginn posi á staðnum).

Öllu hjólafólki er boðið að koma og vera með.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/sumardagurinn-fyrsti-2024/

Aðalfundur 2023

Kæru smalar.

Aðalfundur Vélhjólafélags Smaladrengja 2023 verður haldinn kl 18:00 mánudaginn 24. apríl í Smalakofanum, klúbbhúsi okkar að Borgarteig, Sauðárkróki. Gengið er inn Borgargerðismegin, (grasmegin).

Dagskrá aðalfundar er hefðbundin:

Kosning fundarstjóra og fundarritara
Inntaka nýrra félaga.
Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs.
Stjórnin leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs.
Lagabreytingar.
Kosning stjórnar, varamanna og skoðunarmanns reikningshalds
Kosning nefnda.
Önnur mál.

Léttar veitingar verða í boði.

Ég vonast til að sjá ykkur sem flest.

kv. Björn Ingi Bj.
Formaður.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/adalfundur-2023/

Sumardagurinn fyrsti

Sumardagurinn fyrsti 20. apríl 2023

Við í Smaladrengjum ætlum að halda okkar árlegu hjólahópkeyrslu ef veður leyfir.

Mæting kl 12:00 á N1 Sauðárkróki fyrir þá sem vilja, en annars er mæting kl 13:00 við Fallið í Varmahlíð.

Séra Gísli Gunnarsson verður því miður fjarverandi svo samkoman verður ekki með hefðbundnu sniði. Hugmyndin er að koma saman og minnast fallina félaga og horfa inn í hjólasumarið.

Að lokinni samkomu í Varmahlíð er ætlunin, fyrir þá sem það vilja, að halda sem leið liggur inn að Árgarði, Steinsstöðum en þar er kaffi og kökusala í tilefni dagsins.

Öllu hjólafólki er boðið að koma með.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/sumardagurinn-fyrsti-11/

Fimmtudags og laugardagsrúntur Landsmót

Kæru Smalar,

Það var áhugi á að fara í kvöld, fimmtudagskvöld ,og kíkja á Landsmót Bifhjólamanna í Húnaveri.
það er hins vegar óvíst að nokkur mæti úr stjórninni í þá ferð, en ef einhverjir hafa áhuga þá væri æskilegt að brottför væri ekki seinna en kl 20:00 við N1 Sauðárkróki.

Menn eru þó með hug á að mæta á laugardeginum.

Laugardagur.
Brottför kl 13:00 frá N1 Sauðárkróki og keyrt í Húnaver á Landsmót.
Dagspassi kostar 3000kr inn og ef menn ætla að vera með á balli þá er það 3000kr í viðbót eða samtals 6000kr

Hvanndalsbræður munu leika fyrir dansi um kvöldið.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/fimmtudags-og-laugardagsruntur-landsmot/

Ferðaplansfundur

Kæru Smalar,
Starfsemin hefur nú farið heldur rólega af stað en við ætlum að halda fund miðvikudaginn 1. Júní kl 20:00 í smalakofanum til að skipuleggja ferðasumarið.

Kv. Stjórnin

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/ferdaplansfundur/