Return to Smaladrengir

Um félagið

Saga Smaladrengja

Vélhjólafélag Smaladrengja var stofnaður á Siglufirði á vordögum 1999 af Sigurði Friðrikssyni, Smaladreng #1. Smaladrengjanafnið var þannig tilkomið að þeir Sigurður og Kristinn Georgsson héldu á fákum sínum í Húnaver og hittu þar aðra hjólamenn. Var Sigurður spurður að því hvað þeir hefðu verið lengi á leiðinni. Sigurður gaf upp tímann (eina og hálfa klst.) og fannst mönnum þeir vera heldur hægfara.  Þar sem “smalinn” er alltaf síðastur á eftir hjörð sinni var komið ágætis nafn á félagið “Vélhjólafélag Smaladrengja”.

Í framhaldi af nafngiftinni fékk félagið leyfi hjá afkomendum Halldórs Péturssonar, listamanns til að nota mynd hans úr Vísnabókinni við kvæðið “Smaladrengurinn” eftir Steingrím Thorsteinsson sem er Lógó félagsins. Hollusta, útivera og heilbrigt líferni voru í hávegum höfð við stofnun félagsins og var því ákveðið að þetta yrði reyklaus félagsskapur.

 

Sigurður Friðriksson var formaður félagsins fyrstu árin og þurftu allir að lúta hans fyrirmælum í einu og öllu.

Aðrir formenn eru sem hér segir:
Hinrik K. Hinriksson, Ólafsfirði, 2004 – 2005.
Þorkell V. Þorsteinsson, Sauðárkróki, 2005 – 2007.
Jón Aðalsteinn Hinriksson, Siglufirði, 2007-2008.
Pétur Ingi Björnsson, Sauðárkróki, 2008-2012.
Svavar Sigurðsson Sauðárkróki, 2012-2016
Baldur Sigurðsson Sauðárkróki, 2016-2018
Núverandi formaður, Björn Ingi Björnsson, Sauðárkróki, var kjörinn formaður á aðalfundi 2018. 

Fyrsta stóra ferð Smaladrengja var farin 22. júlí 2001 hringferð um landið sem tók eina viku. Síðan hafa verið farnar margar ferðir, m.a. 5-7 daga ferðir um Suðurland árið 2006 og Austfirði árið 2007.

Árið 2000 voru sex félagar skráðir í Vélhjólafélag Smaladrengja, en í árslok 2009 voru þeir um 70 talsins. Vélhjólafélag Smaladrengja nær yfir mið Norðurland, Siglufjörð, Hofsós, Sauðárkrók Varmahlíð, Blönduós, Akureyri, Dalvík, og Ólafsfjörð auk þess sem nokkrir félagar búa utan Norðurlands.

Reikningsnúmer félagsins:
1102 05 300023

Kennitala félagsins:
640707-0700

Netfang félagsins:
smaladrengir(hja)gmail.com

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/smaladrengir/sagan/

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.