Return to Ferðaáætlanir

Ferðaáætlun 2019

Ferðáætlun sumarsins 2019

Lagt er til að félagar sameinist á eftirtöldum stöðum í upphafi allra ferða.
Akureyri N1 á Leirum
Dalvík Olís planið
Ólafsfjörður Bensínstöð N1
Siglufjörður Olís planið
Hofsós KS planið
Sauðárkrókur N1 planið
Varmahlíð Olís planið
Blönduós N1 planið
Skagaströnd Olís planið

Sumardagurinn fyrsti 25. apríl

Safnast saman á planinu við Olís Varmahlíð kl:13:00. Gísli Prestur með hugvekju eins og tíðkast hefur undanfarin ár. Þaðan verður hjólað saman út á Krók þar sem boðið verður upp á kaffi og lummur hjá maddömunum við Minjahúsið. Nánar síðar á www.smaladrengir.is og Facebook síðu Smaladrengja

Maí

Miðvikudagurinn 1. maí. mæting á N1 Sauðárkróki kl: 11:00. Þaðan verður hópkeyrsla.

11. Maí – Raftar halda hjóla og fornbílasýningu í Borganesi.

18. maí – Skoðunardagur Tíunnar á Akureyri og fornbíladeildar BA, veglegur afsláttur af skoðun í Frumherja Akureyri frá 8-14:00 og grillað og húllum hæ á staðnum, sjá nánar á Facebook
https://www.facebook.com/events/875434015988206/

Laugardagurinn 25. eða sunnudagurinn 26. maí. Tröllaskagatúr um hvítasunnu. Blönduós – Sauðárkrókur – Hofsós – Ketilás – Siglufjörður – Ólafsfjörður – Dalvík – Akureyri og þaðan heim um Öxnadalsheiði. Veljum daginn eftir veðri Nánar auglýst síðar á www.smaladrengir.is og Facebook síðu Smaladrengja

Fimmtudagurinn 30 maí uppstigningardagur. Hjólatúr ef veður leyfir. Nánar auglýst á www.smaladrengir.is og Facebook síðu Smaladrengja

Júní

Laugardagurinn 1. júní
Óvissuferð?? Nánar auglýst deginum áður á www.smaladrengir.is Ath. Sjómannadagurinn er sunnudaginn 2. júní.

Mánudagurinn 17. júní. Hóphjólaferð um Skagafjörð þar sem byrjað verður í Varmahlíð kl: 13:30 og endað á Sauðárkróki með hópkeyrslu um bæinn. Eða haldið til Akureyrar um hádegi (á bíla-og hjólasýningu Akureyringa sem stendur til kl: 17:00 ???)

Júlí
4-7. júlí (Fimmtudagur til sunnudags). Landsmót Bifhjólafólks 2019, haldið fyrstu helgina í júlí. Vindhanar Bifhjólaklúbbur sjá um Landsmót að þessu sinni. Mótið verður haldið á Brautartungu, Borgarfirði.
Hefðbundin dagskrá með Landsmótssúpu, lifandi tónlist, AA fundum, pubquiz, leikjum og fleiru.
Á staðnum er tjaldstæði, sundlaug, sjoppa og kolagrill fyrir grillmeistara.
Beygt er inn á Uxahryggjarveg nr. 52 af Borgarfjarðarbraut nr. 50.
Sjá nánar á facebook síðu Landsmótsins

19-21. júlí
Hjóladagar á Akureyri á vegum Mótorhjólasafns Íslands og Tíunnar. Sjá nánar á www.motorhjolasafn.is og nánar auglýst síðar á www.smaladrengir.is

Laugardagurinn ?. júlí. Húnavaka á Blönduósi. Hjólasýning á Blönduósi þar sem Smaladrengir koma á sínum hjólum. Nánar auglýst áwww.smaladrengir.is fyrr í vikunni.

26.-28. júlí. Mærudagar á Húsavík
Bæjarhátíðin Mærudagar er haldin á hverju sumri á Húsavik og fer hún fram síðustu helgina í júlí. Hátíðarsvæðið er við höfnina, dagskráin er fjölbreytt og bæjarbúar taka virkan þátt m.a. með skreytingum á bænum í hverfalitlum. Nánar auglýst á www.smaladrengir.is fyrr í vikunni.

Ágúst

Föstudagurinn 2. ágúst til mánudagsins 5. ágúst. Verslunarmannahelgin. Hvað um Síldarævintýrið á Sigló eða aðra viðburði um helgina? Það er nóg um að vera, nánar auglýst á www.smaladrengir.is

Laugardagurinn 10. ágúst. Undirbúningur fyrir Fiskidaginn mikla 2019 er í fullum gangi. Fiskisúpukvöldið er föstudaginn 9. ágúst og Fiskidagurinn mikli sjálfur laugardaginn 10. ágúst.
Laugardagurinn 24. ágúst. Óvissuferð nánar auglýst á www.smaladrengir.is

September

29. ágúst – 1. september, Ljósanótt
Laugardagurinn 31. ágúst. Ljósanótt í Reykjanesbæ. Nánar auglýst á www.smaladrengir.is sjá dagskrá á www.ljosanott.is

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/ferdaaaetlanir/ferdaaaetlun-2019/