Aðalfundi frestað um óákveðin tíma

Kæru Smalar,

Stjórn Vélhjólafélags Smaladrengja hefur tekið ákvörðun um að fresta aðalfundi sem halda hefði átt í mars mánuði um óákveðin tíma. Það er okkar mat að á meðan samkomubann er við gildi og þessi Coronu faraldur gengur yfir landið og heimsbyggðina alla að það sé óskynsamlegt að boða til fundar. Við munum endurskoða málið eftir sirka þrjár vikur. Ef ástandið hefur eitthvað skánað þá verður hægt að auglýsa fund, sem væri þá haldinn í síðustu viku apríl mánaðar. Þetta eru okkar björtustu vonir en ef ástandið verður eins eða verra munum við þurfa að endurskoða málið.
Bestu kveðjur,
f.h. Smaladrengja.
Björn Ingi Björnsson – Formaður.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/adalfundi-frestad-um-oakvedin-tima/

Skyndiferð – Slúttferð 22.9.2019

Kæru Smalar.
Nú endum við sumarið á skyndiferð á Siglufjörð.

Brottför kl 12:00 frá N1 Ábæ á Sauðárkróki
Slúttum sumrinu með smá rúnit.
Vonast til að sjá sem flesta.
kv. Formaðurinn.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/skyndiferd-sluttferd-22-9-2019/

Fimmtudagsrúntur 5.9.2019

Brottför um kl 19:30 frá Smalakofanum.
ferðaplön verða ákveðin á staðnum.

kv. Formaðurinn.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/fimmtudagsruntur-5-9-2019/

Rúntur í dag!

Skyndirúntur í dag þar sem veðrið er svo gott.
Við ætlum nokkrir að taka rúnt í dag rétt uppúr kl 17:00, fínt að fara sirka 17:15 af stað frá Smalakofanum. 
Allir velkomnir með.

kv. Formaðurinn.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/runtur-i-dag/

Fimmtudagsrúntur 22.08.19

Fimmtudagsrúntur 22.08.2019
Brottför kl 20:00 frá Smalakofanum og sameinast um ferðaáætlun á staðnum.
Formaðurinn er því miður lasinn heima og kemst ekki með í þetta sinn. Hvet ykkur þó eindregið til að taka rúnt í góða veðrinu!

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/fimmtudagsruntur-22-08-19/