Return to Ferðaáætlanir

Ferðaáætlun 2013

Ferðaáætlun Smaladrengja árið 2013

Ferðanefnd leggur til að félagar sameinist kl. 10.00, nema annað sé tekið fram, á eftirtöldum stöðum í upphafi allra ferða. Dalvík: Olís planið Ólafsfjörður: Bensínstöð N1 Siglufjörður: Olís planið Hofsós: KS planið Sauðárkrókur: N1 planið Varmahlíð: KS planið Blönduós: N1 planið Skagaströnd: Olís planið

Sumardagurinn fyrsti 19. apríl Safnast saman á planinu við KS Varmahlíð kl.13:00. Séra Gísli Gunnarsson fer með ferðbæn fyrir sumarið við minnismerkið „Fallið“. Þaðan verður hjólað saman út á Sauðárkrók þar sem boðið verður upp á kaffi og lummur hjá Maddömunum við Minjahúsið. Vélhjólafólk á Norðurlandi er hvatt til að slást í hópinn. Smaladrengir á Suður og Vesturlandi endilega mætið í hópkeyrslu Sniglanna.

Miðvikudaginn 1. maí Hópkeyrsla Snigla í Reykjavík. Sniglar munu halda sína árlegu hópkeyrslu þann 1. maí næstkomandi eins og venja er. Safnast verður saman á Laugaveginum kl. 11:30 og lagt af stað kl. 12:30. Keyrslan endar svo við Kirkjusand þar sem tekið verður á móti hópnum með kaffi og með‘ðí. Á planinu mun fara fram keppni í akstursleikni á vespum/skellinöðrum og eru verðlaun í boði fyrir færasta ökumanninn. Einnig verða veitt sérstök verðlaun fyrir þann sem er best gallaður með tilliti til öryggis. Sniglar hvetja allt vespu- og skellinöðrufólk á öllum aldri til að mæta og taka þátt í keyrslunni með okkur. Nánar á www.sniglar.is Fyrir þá sem fara ekki suður þá verður stuttur hjólatúr. Nánar síðar á www.smaladrengir.is

Föstudagurinn 10. maí. Ferð um Norðaustur og Austurland.

Dagur 1. Farið frá N-1 á Sauðárkróki kl. 11:00. Sauðárkrókur-Akureyri-Víkurskarð-Húsavík-Kelduhverfi-Hófaskarð-Ytra-Áland í Þisilfirði.

Dagur 2. Ytra-Áland-Vopnafjörður-Möðrudalsöræfi-Egilsstaðir (Rúntur á Héraði). Farið til baka í Möðrudal þar sem verður gist.

Dagur 3. Möðrudalur-Mývatn-Goðafoss-Akureyri-Heim.

Hægt er að skrá sig í ferðina á: saudarkrokur@avis.is og thorkell.vilhelm@gmail.com.

Skoðunardagur Frumherja á Sauðárkróki í maí. Dagsetning verður auglýst síðar á www.smaladrengir.is. Allir mæta með hjólin sín klárir í slaginn.

Mótorhjólasýning Rafta 11. maí. Bifhjólasýning Raftanna 2013.. Heimsókn til Rafta í Borgarnesi nánar auglýst deginum áður á www.smaladrengir.is

Siglufjörður 26. maí. Heimsókn til Smaladrengja og annara hjólaklúbba á Sigló. Svo að sjálfsögðu förum við hringinn um Ólafsfjörð – Dalvík og kannski Akureyri og að lokum heim. Nánar síðar á www.smaladrengir.is

Sjómannadagurinn 2. júní Allir á Hofsós og/eða Skagaströnd þar er alltaf mikið um að vera á Sjómannadaginn. Staðurinn ákveðinn síðar. Nánar síðar á www.smaladrengir.is

17. júní Bíladagar á Akureyri. Bíla- og hjólasýning Akureyringa. Allir þangað. Nánar síðar á www.smaladrengir.is

Jónsmessuhátíð Hofsósi 22. – 24. Júní. Heimsókn til Smaladrengja á Hofsósi og nágrenni. Nánar síðar á www.smaladrengir.is

Landsmót bifhjólamanna 05 – 07.  júlí. Er í höndum Sober Riders MC og verður haldið í Húnaveri. Nánari upplýsingar um dagskrá og framvindu munu birtast á www.sniglar.is þegar nær dregur stemmunni.

13.-14. júlí. Óvissuferð og fjölskylduferð Smaladrengja. Þeir sem hafa áhuga geta beðið spenntir og láta sig dreyma. ATH af lokinni óvissuferð verður fjölskyldusamkoma Smaladrengja. Nánar síðar á www.smaladrengir.is

20. – 21. júlí Húnavakan á Blönduósi. Nánar síðar á www.smaladrengir.is

02. ágúst til 5. ágúst. Verslunarmannahelgin Hvað um Síldarævintýrið á Sigló eða aðra viðburði um helgina? Nánar síðar á www.smaladrengir.is

08. ágúst til 11. ágúst Fiskidagurinn mikli á Dalvík. Nánar síðar á www.smaladrengir.is

29. ágúst til 01. september Ljósanótt í Reykjanesbæ. Nánar síðar á www.smaladrengir.is og www.ljosanott.is

Ferðanefnd áskilur sér allan rétt til breytinga ef veðurútlit er slæmt.

F.h. ferðanefndar Baldur Sigurðsson, S: 893 4751, netfang: saudarkrokur@avis.is.
Kristján Óli Jónssson.  S: 897 5638. Netfang: krol@fjolnet.is.
Þorkell V. Þorsteinsson.  S: 894 7484, netfang: thorkell.vilhelm@gmail.com.

 

 

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/ferdaaaetlanir/ferdaaaetlun/

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.