Return to Smaladrengir

Lög og reglur

Lög og reglur í Vélhjólafélagi Smaladrengja

1.   Félagið heitir Vélhjólafélag Smaladrengja.

2.   Félagið starfar í þágu almenningsheilla og hefur að markmiði sínu:
a.   að standa vörð um hagsmuni félagsmanna
b.   að skipuleggja lengri og styttri ferðalög
c.   að stuðla að heilbrigðri vélhjólamenningu sem einkennist af tillitssemi og löghlýðni
d.   að sjá um samkomur félagsmanna t.d. umræðufundi og skemmtanir.

3.   Þeir einir teljast fullgildir félagar sem greitt hafa félagsgjöld.

4.   Heimili, varnarþing og stjórn félagsins skulu vera á Norðurlandi.

5.   Félagið notar merki félagsins “Smaladrengurinn”.  Merkið skal staðsett á hægri upphandlegg. Óheimilt er að nota það til  eftirprentunar á  klæðnað, til skiltagerðar eða annað, nema með fullu samþykki stjórnar.

6.   Starfsár félagsins er almanaksárið, 1.jan  –  31.des ár hvert.

7.   Til þess að vera kjörgengur í félaginu skal væntanlegur
félagi uppfylla eftirfarandi skilyrði:
a.   að hafa réttindi til aksturs bifhjóla, eða vera tengdur félaginu.
b.   að vera ekki meðlimur/aðili að ólöglegum vélhjólasamtökum.
c.   að hafa sótt um aðild til stjórnar.
Þeir sem sækja um aðild að Vélhjólafélagi Smaladrengja utan Norðurlands, skulu hafa a.m.k. tvo fullgilda meðmælendur úr hópi Smaladrengja með lögheimili á Norðurlandi.

8.     Stjórn félagsins samanstendur af formanni, ritara, gjaldkera, merkisbera og meðstjórnanda.  Stjórnin skal kosin á aðalfundi félagsins. Formann skal kjósa í sérstakri kosningu á aðalfundi, svo og skoðunarmann reikningshalds, en aðrir í stjórn skipa með sér verkum.  Formaður skal kosinn til tveggja ára í senn, en aðrir stjórnarmenn til eins árs.  Heimilt er að endurkjósa formann til eins árs.  Ritari telst varaformaður félagsins og gegnir störfum formanns í forföllum hans.

9.     Stjórn félagsins skal skipa fulltrúa í ferðanefnd,  skemmtinefnd og netsíðunefnd.

10.  Aðalfundur skal haldinn á tímabilinu mars til apríl. Hann skal boðaður bréflega eða með tölvupósti með minnst viku fyrirvara.  Fullgildir félagar sem mæta á aðalfund hafa þar atkvæðisrétt.  Óheimilt er að framselja atkvæðisrétt sinn til annarra.
Lagabreytingar þurfa að berast til stjórnar með minnst viku fyrirvara.

11.  Dagskrá aðalfundar:

a.    Kosning fundarstjóra og fundarritara
b.    Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs.
c.    Stjórnin leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs.
d.    Lagabreytingar
e.    Kosning stjórnar, varamanna og skoðunarmanns reikningshalds
f.    Kosning nefnda.
g.    Önnur mál.

12.  Inntaka nýrra félaga kostar kr. 3.000.  Innifalið í gjaldinu er merki félagsins.

13.  Stjórn félagsins ákveður árgjald hverju sinni.

14.  Verði félagið lagt niður skulu eignir þess renna til góðgerðastarfssemi.

Sauðárkróki 25.04.2022

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/smaladrengir/log-og-reglur/

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.