Fundagerð aðalfundar 2015

Aðalfundur Vélhjólafélags Smaladrengja haldinn í Bóknámshúsi FNV miðvikudaginn 25. mars kl. 20:00

 

Svavar Sigurðsson var kjörinn fundarstjóri og Þorkell V. Þorsteinsson var kjörinn ritari.

  1. Skýrsla stjórnar

Formaður flutti skýrslu stjórnar og rakti helstu viðburði ársins þ.á.m.  ferðalög og aðra viðburði á borð við kynningarfund um ferðalög erlendis sem haldinn var 4. febrúar s.l.  Fram komu óskir um að fleiri slíkir viðburðir verði haldnir.  Þá kom fram að áhugi væri að skoða ferð til Færeyja næsta sumar.  Fram kom að 44 félagar greiddu árgjaldið og teljast þar með fullgildir félagar.

Fram kom í umræðum að gera mætti fimmtudagsrúntana markvissari með því að tilkynna sama dag um hvert skuli haldið með SMS til félagsmanna.  Tillaga kom fram um að heimsækja Húnvetninga og Siglfirðinga oftar og skipuleggja heimsóknir í fyrirtæki og á söfn á borð við Hafíssetrið og fleiri staði.  Þá kom fram tillaga um hringferð um Tröllaskaga snemma í vor t.d. í lok maí eða byrjun júní.

 

  1. Endurskoðaðir reikningar.

Páll Stefánsson, gjaldkeri, kynnti reikninga félagsins og bar þá upp til samþykktar.  Hagnaður var upp á rúmlega 111.000 krónur.  Inneign á reikningum kr. 525.181. Reikningar félagsins voru samþykktir samhljóða.

  1. Kosning formanns kosning í nefndir og ráð. 

Svavar sigurðsson var endurkjörinn formaður til eins árs.
Steinn Elmar Árnason var kjörinn ritari.
Páll Stefánsson  var kjörinn gjaldkeri.
Björn Þórisson var kjörinn meðstjórnandi.
Baldur Sigurðsson var kjörinn merkisberi.
Trausti Helgason var kjörinn skoðunarmaður reikninga.

Í ferðanefnd voru kjörnir:

Elmar Sveinsson
Guðmundur R. Stefánsson
Þorkell V. Þorsteinsson

Í netsíðunefnd voru kjörnir:

Elmar Sveinsson
Gísli Eyland Sveinsson
Pétur Ingi Björnsson

 

 

 

  1. Önnur mál.

Undir liðnum önnur mál var m.a. rætt um möguleika á að leigja húsnæði undir félagsaðstöðu og hjólageymslu sem yrði rekin af þeim sem hana nýttu. Rætt var um að gera könnun meðal félagsmanna um það hverjir hefðu á því áhuga.

Rætt um ferðalög og fyrirkomulag þeirra. Ferðanefndin óskaði eftir tillögum um ferðir. Fram kom áhugi á ferði til Færeyja næsta sumar sem yrði undirbúin næsta haust.  Þá  kom fram áhugi á að efna til 3ja – 4ra daga ferðar t.d. um Vestfirði í sumar.  Ferðanefnd var falið að kanna slíka möguleika.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Þorkell V. Þorsteinsson
Björgvin Guðmundsson
Björn Þórisson
Elmar Sveinsson
Gunnar Ingi Gunnarsson
Ingólfur Arnarson
Kristján Óli Jónsson
Páll Stefánsson
Svavar Sigurðsson
Trausti Jóel Helgason

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/adalfundur-2015/

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.