Aðalfundur 2019

Aðalfundur Vélhjólafélags Smaladrengja verður haldinn kl 18:00 mánudaginn 25. mars 2019 á sal hjá Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra.

Dagskrá aðalfundar er hefðbundin:

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara
  • Inntaka nýrra félaga.
  • Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs.
  • Stjórnin leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs.
  • Lagabreytingar.
  • Kosning stjórnar, varamanna og skoðunarmanns reikningshalds
  • Kosning nefnda.
  • Önnur mál.

Ég hvet alla félaga til að sýna sig og sjá aðra félaga án hjálms og hlífðarfata. Auðvitað verður boðið upp á pizzu og gos að hætti Smaladrengja.

Með bestu kveðju
Björn Ingi Björnsson
Formaður

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/adalfundur-2019/