Aðalfundur 2020 fundarskýrsla

Aðalfundur Vélhjólafélags Smaladrengja haldinn í Smalakofanum föstudaginn 29. maí 2020 kl. 18:00. Páll Stefánsson var kjörinn fundarstjóri og Þorkell V. Þorsteinsson var kjörinn ritari.

1.Skýrsla stjórnar
Formaður flutti skýrslu stjórnar.

Aðalfundur var haldinn í bóknámshúsi FNV mánudaginn 25. Mars 2019 kl 18:00 með hefðbundnu sniði. Páll var kjörinn fundarstjóri og Þorkell var kjörinn ritari og skýrsla stjórnar flutt af Birni Inga formanni. Stjórn varð óbreytt fyrir næsta árið.Myndakvöld var haldið 11. apríl þar sem Guðmundur og Arna ásamt Ingólfi héldu fyrir okkur myndasýningu frá ferðalögum sínum um Evrópu og Noreg. Það var æðisleg stemmning og vöfflur voru á boðstólum. Þyrftum að vera duglegri að mynda okkar ferðalög og halda slík kvöld yfir vetrartímann.Í apríl mánuði voru einnig miklar umræður um „Fallið“ minnismerki allra hjólamanna vegna framkvæmda í Varmahlíð við Olís. Allir voru sammála um að minnismerkið yrði að vera á sama eða svipuðum stað og verið hefur. Tían, Sniglar og Verktakar sammála um það og því fékk það að standa eftir framkvæmdir aðeins ofar í brekkunni okkur öllum til mikillar gleði.Sumardaginn fyrsta (25. apríl) var svipuð hópkeyrsla eins og undanfarin ár þar sem við hittumst á Olísplaninu í Varmahlíð og séra Gísli Gunnarsson flutti okkur hugvekju við „Fallið“ áður en lagt var í hann á Sauðárkrók þar sem við hittum fornbíla og urðum samferða í Stóragerði á bílasafnið þar sem allir fengu sér kaffi og með því.Fyrsta maí, fóru nokkrir félagar í Varmahlíð að Fallinu, og þaðan lá leiðin yfir Vatnsskarðið og stoppað á Blönduósi í bragðgóðan beikon hamborgara á N1. Eftir það þá lá leiðin yfir Þverárfjallið heim.Ferð í Borgarnes þann 11. maí féll niður vegna veðurs en fyrirhugað var að fara á bifhjóla og fornbílasýningu. Hitastigið var undir frostmarki því miður.Tveir félagar fóru á skoðunardag á Akureyri sem haldinn var af Tíunni og fornbíladeild BA hjá Frumherja. Mikið tilstand var og grillaði Tían í hádeginu.Óvissuferð var haldin 2. júní og fóru fjórir félagar af stað í óvissuna, farið var yfir Lágheiðina á hjólunum þar sem 50% hjóla voru „Adventure Off-road“ hjól. En götuhjólin fóru leikandi yfir líka án nokkurra vandræða. Stoppað var á Akureyri í snæðing og aðeins rætt um ferðaplön. Það endaði þannig að við fórum í náttúruböðin í Mývatnssveit þar sem við stoppuðum í klukkutíma og skelltum okkur í sundfötin og ofan í baðið. Örlítil önnur leið varð fyrir valinu á heimleiðinni en aftur enduðum við á Akureyri þar sem stoppað var í kaffibolla á Olís. Þegar í Skagafjörðinn var komið var formaðurinn kominn á bensíngufurnar og óviss um að ná í Varmahlíð en þó rétt slapp það sem betur fer og aldrei hafði farið jafn mikið bensín á tankinn.Margir styttri og lengri fimmtudagsrúntar voru farnir og höfðu allir gaman af því sem mættu. Til að nefna einhver dæmi, þá höfðum við félagar farið í Hóla, Steinsstaði, Siglufjörð, Blönduhlíðarhringi með stoppum í Varmahlíð, einnig farið Blönduóshringi með stoppum þá bæði í Varmahlíð og Blönduósi, einn slíkur rúntur endaði með að við þvældumst um alla malarvegi í sveitunum, keyrðum framhjá Etyx gagnaveri og heim Þverárjallið. Einnig fórum við einn fimmtudaginn á Akureyri og slógumst í för með Tíunni þar sem farið var að Samgönguminjasafninu að Ysta felli. Ef ég man rétt þá byrjaði að dropa á Akureyri og við Þelamörk var komin hellidemba. Ég hef aldrei keyrt í eins mikilli rigningu og varð rennblautur í fætur, gat sturtað úr skóm og undið brókina, einhvers staðar komst vatnsstraumurinn inná mig og varð ég rennblautur þar. Sumir vildu þó meina að það hefði verið eitthvað annað en rigningin, en það er þó ekki rétt…hahaha En þrátt fyrir smá bleytu var ferðin geggjuð og góður félagsskapur eins og alltaf í okkar ferðum!

2.Inntaka nýrra félaga: 
Engir nýir félagar biða inngöngu.

3.Endurskoðaðir reikningar.Páll Stefánsson fluttir skýrslu gjaldkera. Skuldir og eigið fé nema kr. 881.554. Reikningarnir samþykktir samhljóða. Samþykkt að félagsgjöld verði ekki innheimt á þessu ári og inntökugjald verði óbreytt og stjórninni falið að nota fjármuni félagsins til að greiða fyrir aðgangseyri að söfnum og þess háttar á ferðalögum félagsins.

4.Kosning í nefndir og ráð.
Steinn Elmar Árnason var kjörinn ritari.
Páll Stefánsson var kjörinn gjaldkeri.
Þorkell V. Þorsteinsson var kjörinn meðstjórnandi.
Baldur Sigurðsson var kjörinn merkisberi.
Trausti Helgason var kjörinn skoðunarmaður reikninga.Í ferðanefnd voru kjörnir:Guðmundur R. Stefánsson
Björn Þórisson
Svavar SigurðssonÍ netsíðunefnd voru kjörnir:Björn Ingi Björnsson
Þorkell V. Þorsteinsson

5.Önnur mál.
Samþykkt að greiða ekki félagsgjöld í ár. Formaður kynnti ferðaplan sumarsins. Jákvæðar undirtektir fundarmanna.Fleira ekki gert og fundi slitið.


Þorkell V. Þorsteinsson
Arnfríður Arnardóttir
Guðmundur Rúnar Stefánsson
Björn Þórisson
Páll Stefánsson
Björn Ingi Björnsson
Baldur Sigurðsson
Helga Skúladóttir
Pétur Ingi Björnsson
Hrönn Arnheiður Björnsdóttir
Valgeir Valgeirsson
Friðrik Sveinsson

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/adalfundur-2020-fundarskyrsla/