Aðalfundur Smaladrengja 27.02.2014

Aðalfundur 27.02.2014

 

Dagskrá aðalfundar.

• Kosning fundarstjóra og fundarritara.
• Inntaka nýrra félaga.
• Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs.
• Stjórnin leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs.
• Lagabreytingar.
• Kosning  formanns, stjórnar, varamanna og skoðunarmanns reikningshalds.
• Kosning nefnda.
• Önnur mál.

 

 1. Fundarstjóri var kjörinn Svavar Sigurðsson og ritari Þorkell V. Þorsteinsson.

 

 1. Eftirtaldir voru teknir formlega inn í félagið:

 

 1. Kristín Jónsdótti
 2. Árni Sverrisson
 3. Hanna Kristín Jörgensen
 4. Helga Skúladóttir
 5. Elmar Sveinsson
 6. Jóhannes  Þórðarson
 7.    Formaður flutti skýrslu stjórna
  1. Ný heimasíða var tekin í notkun í apríl 2013. Veðrið var óhagstætt í byrjun vertíðar sbr. Sumardaginn fyrsta. Vorferðin frestaðist vegna veðurs. Bænastundin var haldin um hvítasunnuna. Fjórtán hjól tóku þátt, 10  manns sóttu helgistundina og endaði ferðin hjá Fallinu. Formaður ræddi skiptar skoðanir um að tengja saman messuna og ferðina að Fallinu en vilji virðist fyrir fyrra fyrirkomulagi um bænastund við Fallið á sumardaginn fyrsta.  Fimmtudagsrúnturinn hélt sér í sumar. Vorferðin var farin 24.-26. maí.  Skoðunardagurinn var 14. júní og farin var Jónsmessuferð í Hofsós. Fjórir mættu á Húnavöku.  Nokkrir félagar þáðu kaffiboð hjá Vélhjólaklúbbi Skagafjarðar og 30. ágúst var farin fjölmenn ferð að Gauksmýri þar sem þátttakendur borðuðu saman. Árinu lauk með þátttöku í sýningunni Krafti 2013.  Á árinu bættus sex nýir félagar í hópinn.
 8. Gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum félagsins.  Ársreikningur var borinn upp og samþykktur einróma.
 9. Engar lagabreytingar lágu fyrir.

 

 1. Gengið var til kjörs formann og stjórnar.
  1. Svavar Sigurðsson var kjörinn formaður.
  2. Páll Stefánsson, gjaldkeri.
  3. Steinn Elmar Árnason, ritari.
  4. Björn Þórisson, meðstjórnandi.
  5. Sigurður Baldursson, merkisberi.
  6. Birgir Hreinsson, Elmar Sveinsson og Baldur Sigurðsson voru kjörnir  í ferðanefnd
 2. Önnur mál
  1. Samþykkt að opna félagaskrá á heimasíðu. Stjórnin sendi póst á félaga og biðji þá að láta vita ef þeir vilja ekki gefa upp símanúmer eða netfang.
  2. Samþykkt að hafa óbreytt inntökugjald kr. 3.000 og árgjaldið 2.500.

 

Alls sóttur 12 félagsmenn aðalfundinn.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið

 

Þorkell V. Þorsteinsson

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/adalfundur-smaladrengja-27-02-2014/

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.