BMW mótorhjólaumboð

Í tilefni þess að BMW mótorhjólaumboð hefur verið opnað í fyrsta skipti á Íslandi langar umboðinu, Reykjavík Motor Center, að bjóða þér og öllum félagsmönnum klúbbsins þíns í frumsýningu á 2012 árgerðinni af BMW GS hjólum. Sýningin verður næstkomandi laugardag, 23. júní, í húsnæði Reykjavík Motor Center við Holtaveg (þar sem Jói Fel var á sínum tíma). Í viðhenginu eru nánari upplýsingar og þætti eigendum RMC vænt um ef þú vildir sjá til þess að þær verði birtar á vefsíðu þíns klúbb og/eða send félögunum í tölvupósti. Tilkynningin er í þremur mismunandi stærðum þannig að þú getir valið stærð sem hentar þinni síðu. Fyrir hönd Reykjavík Motor Center Með bestu kveðju og þakklæti, LEÓPOLD SVEINSSON Bíladagar Akureyri 17.06

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/bmw-motorhjolaumbod/

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.