Fimmtudags og laugardagsrúntur Landsmót

Kæru Smalar,

Það var áhugi á að fara í kvöld, fimmtudagskvöld ,og kíkja á Landsmót Bifhjólamanna í Húnaveri.
það er hins vegar óvíst að nokkur mæti úr stjórninni í þá ferð, en ef einhverjir hafa áhuga þá væri æskilegt að brottför væri ekki seinna en kl 20:00 við N1 Sauðárkróki.

Menn eru þó með hug á að mæta á laugardeginum.

Laugardagur.
Brottför kl 13:00 frá N1 Sauðárkróki og keyrt í Húnaver á Landsmót.
Dagspassi kostar 3000kr inn og ef menn ætla að vera með á balli þá er það 3000kr í viðbót eða samtals 6000kr

Hvanndalsbræður munu leika fyrir dansi um kvöldið.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/fimmtudags-og-laugardagsruntur-landsmot/