Föstudagurinn 19 júni

Þá er það næsti föstudagur, 19 júní  þá förum við að Fallinu eins og undanfarin sumur,  það eru 10 ár frá vigslu þessa flotta listaverk eftir Heidda  nú vonast ég til að sjá alla sem mótorhjóli geta valdið þetta kvöld.  Þeir sem ætla að fara í hóp í varmahlíð frá Króknum mætið á N1 fyrir kl 19.30.    Gísli Gunnarsson prestur fer með hugvekju eins og undanfarin ár við Fallið  kl 20.00 og við rúllum okkur svo í RÓLEGHEITUNUM á Sauðárkrók og leggjum hjá Maddömmunum,  þær ætla að taka á móti okkur með kaffi og meðlæti.  Endilega látið þá vita sem eru að hjóla eins þó þeir séu ekki í okkar hópi þar sem þetta snertir okkur öll.  Farið varlega í umferðinni.  Kveðja Svavar #76.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/fostudagurinn-19-juni/

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.