Fundargerð aðalfundar 2024

Aðalfundur Vélhjólafélags Smaladrengja haldinn FNV miðvikudaginn 22. maí 2023 kl.
18:30.
Björn Ingi Björnsson var kjörinn fundarstjóri og Þorkell V. Þorsteinsson var kjörinn ritari.

  1. Skýrsla stjórnar. Formaður flutti skýrslu stjórnar. Lítið var gert í fyrra en þátttaka í
    Sumardeginum fyrsta var meiri en nokkurn tímann áður. Frábær dagur og veður. Örfáir
    fimmtudagsrúntar voru farnir. Formaðurinn seldi hjólið og var hjóllaus þetta árið.
  2. Inntaka nýrra félaga: Helgi Svanur Einarsson var boðinn velkominn í hópinn.
  3. Endurskoðaðir reikningar: Páll Stefánsson fluttir skýrslu gjaldkera. Skuldir og eigið fé
    nema kr.1.029.662 Reikningarnir samþykktir samhljóða. Samþykkt að félagsgjöld verði
    innheimt á þessu ári og inntökugjald verði óbreytt. Stjórninni var gert að nota fjármuni
    félagsins til að greiða fyrir aðgangseyri að söfnum og þess háttar á ferðalögum félagsins.
  4. Kosning formanns: Björn Ingi Björnsson var endurkjörinn formaður.
  5. Kosning stjórnar: Páll Stefánsson var kjörinn gjaldkeri. Þorkell V. Þorsteinsson var
    kjörinn ritari. Steinn Elmar Árnason var kjörinn meðstjórnandi. Baldur Sigurðsson var
    kjörinn merkisberi. Trausti Helgason var kjörinn skoðunarmaður reikninga.
  6. Kosning í nefndir og ráð: Í ferðanefnd voru kjörin: Björn Þórisson, Helgi Svanur
    Einarsson og Valgeir M. Valgeirsson. Í netsíðunefnd voru kjörnir: Björn Ingi Björnsson og
    Þorkell V. Þorsteinsson.
  7. Önnur mál. Samþykkt að hvetja félaga til að láta formann vita þegar þeir fara í ferðalög
    og vilja félagsskap. Formaður sér þá um að senda út skilaboð á Messenger á félaga.
    Umræður um hugsanlegt húsnæði fyrir klúbbinn án niðurstöðu. Rætt um að úthluta
    einstökum félögum umsjón með ferðum í ákv. mánuði. Þannig myndu tveir félagar sjá
    um hvern mánuð í senn. Þá var hvatt til þátttöku í Húnavöku 18.-20. júlí í sumar. Rætt
    um að heimsækja landsmótið 4.-7. júlí að Varmalandi í sumar. Samþykkt að auglýsa rúnt
    eftir hádegi laugardaginn 25. maí. Formanni falið að auglýsa ferðina.
    Fleira ekki gert og fundi slitið.
    Þorkell V. Þorsteinsson
    Baldur Sigurðsson
    Björn Ingi Björnsson
    Páll Stefánsson
    Helgi Svanur Einarsson

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/fundargerd-adalfundar-2024/