Ljósanótt um næstu helgi

Jæja smalar þá er það ljósanótt í henni Reykjavík fyrir sunnan.  Planið er að farið verði á föstudaginn N1 á kóknum kl 15.15  og farið verður á Blönduós og þar ætlar alla vega Björn að vera klár á N1 kl 16.00.  Þeir sem koma á öðrum tíma suður vinsamlega hafið samband svo að menn geti sameinast í hópkeirsluna á ljósanótt (laugardag), þá annað hvort Baldur í síma 893-3515 eða Björn 864-4820.  Gert er ráð fyrir að menn sjái sjálfir um að fynna sér gistingu.

Áætluð heimferð er á sunnudag,  verður ákveðið á staðnum af þeim sem mæta.

Þetta er það plan sem hefur komið frá þeim fyrir sunnan   “Olís verður með sitt árlega grill klukkan 13:00 og svo um 14:30 læðum við hjólunum yfir á Nettoplanið (ef þú ert ekki viss hvar það er þá eltu hjólið á undan þér) Svo nákvæmlega klukkan 15:00 er ekið af stað niður Hafnargötuna og fornbílarnir elta okkur og við endum á SBK planinu.”

 

F

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/ljosanott-um-naestu-helgi/

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.