Myndakvöld fimmtudaginn 11. Apríl kl 20:00

Kæru Smalar.
Myndakvöld verður haldið næsta fimmtudag kl 20.00 11. Apríl í “Smalakofanum” við Borgargerði/Borgarteig. Gengið er inn Borgargerðismegin.

Ingólfur og Guðmundur ætla að vera með smá myndaseríu og ferðasögur en fleirum er velkomið að koma með myndir á usb lyklum. Svo bara sjáum við til hvað við komumst yfir að skoða á einu kvöldi. Enga örvæntingu þó, því þetta verður vonandi bara eitt af mörgum svona kvöldum sem við munum halda.

Það verður heitt kaffi á könnunni og ef við erum í stuði þá skellum við í vöfflur með sultu og rjóma!

Hlakka til að sjá ykkur
Kv. Formaðurinn

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/myndakvold-fimmtudaginn-11-april-kl-2000/