Óvissuferð 2. júní

Kæru Smalar,
í fyrramálið sunnudaginn 2. júní er óvissuferð á dagsskrá, ég var að hugsa um að spilla óvissunni aðeins og gefa upp að við erum að fara fara sirka 300-420km í túrnum en skipulaning stendur enn yfir. Gott að hafa sundfötin meðferðis, en alls ekkert víst að þau verði notuð.
Mæting kl 11:00 í Smalakofann og brottför sirka 11:15.
það er sirka 4-6 °C í kortunum og hæglætisvindur svo það er betra að klæða sig vel en þetta verður örugglega góður rúntur eins og ávallt hjá okkur.
vonast til að sjá sem flesta.

Skráning er á Facebook svo við vitum sirka hversu margir mæta.

kv. Formaðurinn.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/ovissuferd-2-juni/