Aðalfundur vélhjólafélags Smaladrengja 2016

Aðalfundur Vélhjólafélags Smaladrengja haldinn í Bóknámshúsi FNV mánudaginn 29. febrúar kl. 20:00.

Svavar Sigurðsson var kjörinn fundarstjóri og Þorkell V. Þorsteinsson var kjörinn ritari.

1. Skýrsla stjórnar
Svavar Sigurðsson, formaður, flutti skýrslu stjórnar. Þar kom m.a. fram að tíðarfar var hjólamönnum ekki hagstætt síðasta sumar og að hefðundinni dagskrá var frestað sumardaginn fyrsta, en þrír harðjaxlar létu sig samt hafa að hjóla þann dag. Þann 1. maí var farið á níu hjólum og rennt í Maddömukot. Skoðunardagur var 5. júní og vel mætt á hann. Á sjómannadaginn var farið á þremur hjólum á Skagaströnd í skítakulda og daginn eftir í Hofsós. Á þjóðhátíðardaginn var farinn hringur á sex hjólum í góðu veðri. Þann 19. júní var bænastund haldin við fallið á 10 ára afmæli Fallsins, sem er einnig stofndagur Vélhjólafélags Skagafjarðar.
Formaður ræddi möguleika á að halda 19. júní hátíðlegan í tilefni af afmælisdegi Fallsins. Þann 20. júní var farin sumarsólstöðuferð í Hofsós á þremur hjólum. Þann 16. júli var fóru nokkrir félagar í mótormessu að Möðruvöllum í Hörgárdal og þann 18. júlí var farið á Húnavöku. Einhverjir fóru á Fiskidaginn á Dalvík. Loks fóru níu manns á sjö hjólum í mat að Gauksmýri þann 25. ágúst. Ferðin var hin ánægjulegasta þrátt fyrir skítakulda og svartaþoku.

2. Endurskoðaðir reikningar.
Páll Stefánsson fluttir skýrslu gjaldkera. Skuldir og eigið fé nema kr. 582.529. Reikningarnir samþykktir samhljóða. Ákveðið að hafa árgjaldið óbreytt.

3. Kosning formanns og kosning í nefndir og ráð.

Baldur Sigurðsson var kjörinn formaður til tveggja ára.
Þorkell V. Þorsteinsson var kjörinn ritari.
Páll Stefánsson var kjörinn gjaldkeri.
Björn Þórisson var kjörinn meðstjórnandi.
Steinn Elmar Árnason var kjörinn merkisberi.
Trausti Helgason var kjörinn skoðunarmaður reikninga.
Í ferðanefnd voru kjörnir:
Elmar Sveinsson
Guðmundur R. Stefánsson
Svavar Sigurðsson

Í netsíðunefnd voru kjörnir:
Elmar Sveinsson
Valgeir M. Valgeirsson
Pétur Ingi Björnsson

4. Önnur mál.
Rætt var um að leggja áherslu á dagsferðir í sumar í stað lengri ferða og tifærslu á bænastundinni við Fallið þó áfram verði haldið með ferðir að Fallinu á sumardaginn fyrsta. Rætt um mismunandi úfærslur, en áhugi á að gera meira úr athöfn við Fallið í tengslum við Bíladaga á Akureyri t.d. á heimferðardegi að þeim loknum. Stjórninni er falið að útfæra hugmyndina nánar. Þá var stjórninni falið að taka saman félagalista og gera hann aðgengilegan fyrir félagsmenn.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
Þorkell V. Þorsteinsson
Baldur Sigurðsson
Björn Þórisson
Elmar Sveinsson
Gunnar Ingi Gunnarsson
Kristján Óli Kristjánsson
Símon Skarphéðinsson
Svavar Sigurðsson
Páll Stefánsson
Traust Jóel Helgason
Valgeir Valgeirsson

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/adalfundur-velhjolafelags-smaladrengja-2016/

Aðalfundur 2016. 29.02

Aðalfundur Smaladrengja 2016

Aðalfundur Smaladrengja 2016 verður haldinn í Fjölbrautaskóla
Norðurlands vestra á Sauðárkróki mánudaginn 29.02 kl 20:00.

Dagskrá aðalfundar er hefðbundin:

• Kosning fundarstjóra og fundarritara

• Inntaka nýrra félaga.

• Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs.

• Stjórnin leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs.

• Kosning formans, stjórnar, varamanna og skoðunarmanns reikningshalds.

Stjórnin

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/adalfundur-2016-29-02/

Gleðilegt nýtt ár.

Farið varlega um áramótinn.  Setjið á ykkur hjálmana og kveikið á stjörnuljósunum og þá ættu allir að sleppa heilir ;O)  sjáumst hress á nýu ári .

# 76  Svavar Sig.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/gledilegt-nytt-ar-2/

Slæm er ef rétt.

Frétt sem ég sá nú í dag um bensín hérlendis.

http://bifhjol.is/?p=2881

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/slaem-er-ef-rett/

Viðtal við mann sem lenti í mótorhjólaslysi

Vert að skoða og til umhugsunar fyrir okkur sem erum í umferðinni.

Smellið með músinni á slóðina hérna fyrir neðan og kémur viðtalið.

http://www.vf.is/veftv/-fa-afleidingar-umferdarslyss-beint-i-aed/68137

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/vidtal-vid-mann-sem-lenti-i-motorhjolaslisi/