Vorferð um norðaustur- og austurland 24.-26.maí 2013

Vorferð um norðaustur- og austurland 24.-26.maí 2013

Í ferðina voru mættir 2 menn, þeir Birgir Örn Hreinsson Honda Goldwing og Baldur Reynir Sigurðsson Suzuki Intruder (það voru ekki nema 10 sem ætluðu að fara í upphafi). En á öðrum degi bættust í hópinn Kristján Óli Jónsson Kawasaki Wulcan og Trausti Jóel Helgason BMW.

Vorferð Austur

Vorferð Austur

 

Föstudaginn 24.maí 2013

Lagt af stað kl.11:00 frá N1 á Sauðárkróki og ekið sem leið lá um Blönduhlíð og Öxnadalsheiði til Akureyrar þar sem tekinn var púlsinn á Hamborgarafabrikkunni að því loknu var ekið um Víkurskarð og Ljósavatnsskarð austur yfir Fljótsheiði og niður Reykjadal til Húsavíkur. Þegar hér var komið við sögu vorum við búnir að keyra í rigningu, en hlýju veðri alla leið frá Sauðárkróki. Frá Húsavík héldum við austur Tjörnes og í gegnum Kelduhverfi með viðkomu í Ásbyrgi og kaffistoppi þar. Síðan lá leiðin út Öxarfjörð og austur Hófaskarðsleið og út á Raufarhöfn og þaðan aftur til baka upp í Hófaskarð og niður í Þistilfjörð og að Ytra-Álandi þar sem við síðan gistum um nóttina eftir að hafa borðað hangikjöt og drukkið kaffi fórum við til Þórshafnar þar sem við komumst í heitan pott í íþróttamiðstöðinni á staðnum áttum góða kvöldstund eftir frekar blautan dag.

Vorferð Austur

Vorferð Austur

 

Laugardaginn 25.maí 2013

Lagt af stað kl.9:30frá Ytra-Álandi austur Þistilfjörð um Brekknaheiði og Gunnólfsvík austur Langanesströnd til Bakkafjarðar. Frá Bakkafirði lá leiðin um Sandvíkurheiði til Vopnafjarðar þar sem við gerðum stuttan stans (bensín, kók og prins) síðan var ekið upp Vopnafjarðarheiði upp á Langadal og austur Jökuldalsheiði (Háreksstaðaleið) og niður Jökuldal til Egilsstaða. Þar var borðaður síðbúin hádegismatur og síðan haldið til baka upp Jökuldal og Jökuldalsheiði í Möðrudal þar sem við fengum kakó og vöfflur. Þaðan var svo brennt á Mývatn („Bigga Hreinsa stæl“) til að hitta Kristján Óla og Trausta Jóel sem höfðu ákveðið að líklega væri óhætt fyrir þá  að koma þangað þar sem vitað var að þeir myndu fljótt komast í heitt bað.  Eftir gott bað í Jarböðunum á Mývatni var rennt niður Kísilveg gegnum Reykjahverfi til Húsavíkur þar sem við borðuðum stórgóða máltíð á Gamla Bauk við höfnina á Húsavík, síðan var gist á Hótel Húsavík.

 

 Vorferð Austur

 

Sunnudagur 26.maí 2013

 

Lagt af stað kl.10:00 áleiðis heim. Fórum um Kinn og Ljósavatnsskarð yfir Víkurskarð til Akureyrar. Léttur hádegismatur var tekinn á Shell á Akureyri og svo haldið áfram heim um Öxnadalsheiði. Komnir heim um kl.14:00.

 

Kveðja

Baldur

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/vorferd-um-nordaustur-og-austurland-24-26-mai-2013/

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.