1. maí keyrsla 2019

Hittumst í Smalakofanum, klúbbhúsi okkar að
Borgargerði/Borgarteig rétt fyrir 11:00. Gengið er inn Borgargerðismegin. Mælst er til með að allir verðir búnir að fylla á tankinn og séu tilbúnir til brottfarar en kl 11:00 verður lagt af stað á Blönduós yfir Þverárfjall þar sem stoppað verður og snæddur hádegisverður. Að því loknu þá verður farið yfir vatnsskarðið og áleiðis að Varmahlíð en þar verður keyrt inn að Steinsstöðum þar sem verður tekin stutt pása á keyrslu. Því næst höldum við aftur að Varmahlíð en tökum Blönduhlíðina aftur að Sauðárkróki þar sem hópakstri verður slitið á sama stað og við byrjuðum við Smalakofann. Ef menn eru með tillögur að einhverjum breytingum á þessu plani þá er það opið þegar hópurinn er saman kominn í fyrramálið.

Vonumst til að sjá sem flesta.

kv. Stjórnin.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/1-mai-keyrsla-2019/

Sumardagurinn fyrsti hópkeyrsla

Safnast saman á planinu við Olís Varmahlíð kl:13:00. Gísli Prestur verður með hugvekju eins og tíðkast hefur undanfarin ár. Eftir það liggur leiðin á Sauðárkrók og þaðan mögulega út í Stóragerði eftir því hvað hópurinn sameinast um að gera.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/1-mai-hopkeyrsla/

Myndakvöld fimmtudaginn 11. Apríl kl 20:00

Kæru Smalar.
Myndakvöld verður haldið næsta fimmtudag kl 20.00 11. Apríl í “Smalakofanum” við Borgargerði/Borgarteig. Gengið er inn Borgargerðismegin.

Ingólfur og Guðmundur ætla að vera með smá myndaseríu og ferðasögur en fleirum er velkomið að koma með myndir á usb lyklum. Svo bara sjáum við til hvað við komumst yfir að skoða á einu kvöldi. Enga örvæntingu þó, því þetta verður vonandi bara eitt af mörgum svona kvöldum sem við munum halda.

Það verður heitt kaffi á könnunni og ef við erum í stuði þá skellum við í vöfflur með sultu og rjóma!

Hlakka til að sjá ykkur
Kv. Formaðurinn

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/myndakvold-fimmtudaginn-11-april-kl-2000/

Fundargerð aðalfundar 2019

Aðalfundur Vélhjólafélags Smaladrengja haldinn í Bóknámshúsi FNV mánudaginn 25. mars 2019 kl. 18:00. 
Páll Stefánsson var kjörinn fundarstjóri og Þorkell V. Þorsteinsson var kjörinn ritari. 
Skýrsla stjórnar

Formaður flutti skýrslu stjórnar.

Sumarið hófst með athöfn við Fallið á sumardaginn fyrsta. Þar mættu 12 hjól. Þessu næst var faríð í hópkeyrslu 1. maí og endað í kaffi í Samgönguminjasafninu í Stóragerði.

Ný vefsíða var tekin í notkun s.l. ár. Logoið var lagað til eftir að það fyrra týndist. Logoið undirbúið fyrir prentun á boli og fatnað. 
Fimmtudagsrúnturinn var fastur liður. 
Svavar og Baldur fóru í sína árlegu beikonborgaraferð. Þá fóru nokkrir félagar til Akureyrar 16. júní.


Inntaka nýrra félaga: Samþykkt að taka inn Friðrik Sveinsson, Jón Gunnar Helgason og Ingólf Jóhannsson.

Endurskoðaðir reikningar.

Páll Stefánsson fluttir skýrslu gjaldkera. Skuldir og eigið fé nema kr. 838.865. Reikningarnir samþykktir samhljóða. Samþykkt að félagsgjöld og inntökugjald verði óbreytt og stjórninni falið að nota fjármuni félagsins til að greiða fyrir aðgangseyri að söfnum og þess háttar á ferðalögum félagsins. Félagsgjöld greiðist fyrir 15. apríl.

Kosning í nefndir og ráð.

Steinn Elmar Árnason var kjörinn ritari. 
Páll Stefánsson var kjörinn gjaldkeri. 
Þorkell V. Þorsteinsson var kjörinn meðstjórnandi. 
Baldur Sigurðsson var kjörinn merkisberi. 
Trausti Helgason var kjörinn skoðunarmaður reikninga.

Í ferðanefnd voru kjörnir: 
Guðmundur R. Stefánsson 
Björn Þórisson 
Svavar Sigurðsson

Í netsíðunefnd voru kjörnir: 
Björn Ingi Björnsson 
Þorkell V. Þorsteinsson

Önnur mál.

Samþykkt að fela stjórn að ræða við Varmahlíðarnefnd / eiganda Fallsins um staðsetningu þess í Varmahlíð. Kristján Óli Jónsson bauð fram húsnæði til fundahalda Smaladrengja.

Formaður kynnti að hægt verði að fara með flíkur í Myndun og láta prenta logo félagsins á þær. Þá er hægt að kaupa þar boli og hettupeysur með logoinu. Rætt um að skoða vestiskaup frá Oxford eða Louis, hjólabúðum sem eru með rennd vesti ætluð mótorhjólum.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Þorkell V. Þorsteinsson

Arnfríður Arnardóttir 
Guðmundur R.Stefánsson
Björn Þórisson 
Páll Stefánsson 
Björn Ingi Björnsson 
Baldur Sigurðsson 
SteinnElmar Árnason 
Friðrik Sveinsson 
Gunnar Ingi Gunnarsson 
Kristján Óli Jónsson

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/fundargerd-adalfundar-2019/

Aðalfundur 2019

Aðalfundur Vélhjólafélags Smaladrengja verður haldinn kl 18:00 mánudaginn 25. mars 2019 á sal hjá Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra.

Dagskrá aðalfundar er hefðbundin:

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara
  • Inntaka nýrra félaga.
  • Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs.
  • Stjórnin leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs.
  • Lagabreytingar.
  • Kosning stjórnar, varamanna og skoðunarmanns reikningshalds
  • Kosning nefnda.
  • Önnur mál.

Ég hvet alla félaga til að sýna sig og sjá aðra félaga án hjálms og hlífðarfata. Auðvitað verður boðið upp á pizzu og gos að hætti Smaladrengja.

Með bestu kveðju
Björn Ingi Björnsson
Formaður

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/adalfundur-2019/