Sumardagurinn fyrsti

Sumardagurinn fyrsti 20. apríl 2023

Við í Smaladrengjum ætlum að halda okkar árlegu hjólahópkeyrslu ef veður leyfir.

Mæting kl 12:00 á N1 Sauðárkróki fyrir þá sem vilja, en annars er mæting kl 13:00 við Fallið í Varmahlíð.

Séra Gísli Gunnarsson verður því miður fjarverandi svo samkoman verður ekki með hefðbundnu sniði. Hugmyndin er að koma saman og minnast fallina félaga og horfa inn í hjólasumarið.

Að lokinni samkomu í Varmahlíð er ætlunin, fyrir þá sem það vilja, að halda sem leið liggur inn að Árgarði, Steinsstöðum en þar er kaffi og kökusala í tilefni dagsins.

Öllu hjólafólki er boðið að koma með.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/sumardagurinn-fyrsti-11/

Fimmtudags og laugardagsrúntur Landsmót

Kæru Smalar,

Það var áhugi á að fara í kvöld, fimmtudagskvöld ,og kíkja á Landsmót Bifhjólamanna í Húnaveri.
það er hins vegar óvíst að nokkur mæti úr stjórninni í þá ferð, en ef einhverjir hafa áhuga þá væri æskilegt að brottför væri ekki seinna en kl 20:00 við N1 Sauðárkróki.

Menn eru þó með hug á að mæta á laugardeginum.

Laugardagur.
Brottför kl 13:00 frá N1 Sauðárkróki og keyrt í Húnaver á Landsmót.
Dagspassi kostar 3000kr inn og ef menn ætla að vera með á balli þá er það 3000kr í viðbót eða samtals 6000kr

Hvanndalsbræður munu leika fyrir dansi um kvöldið.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/fimmtudags-og-laugardagsruntur-landsmot/

Ferðaplansfundur

Kæru Smalar,
Starfsemin hefur nú farið heldur rólega af stað en við ætlum að halda fund miðvikudaginn 1. Júní kl 20:00 í smalakofanum til að skipuleggja ferðasumarið.

Kv. Stjórnin

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/ferdaplansfundur/

Fundi frestað

Kæru Smalar,

Vegna margvíslegra ástæðna þá neyðumst við til að fresta fundinum sem átti að vera á fimmtudaginn 12. maí, um viku eða tvær, nánar auglýst þegar nær dregur.

Sömuleiðis frestast þá enn einn fimmtudagsrúnturinn og biðjumst við velvirðingar á því.

kv. Stjórnin

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/fundi-frestad/

Fimmtudagsrúntar og fundur

Stjórnin ákvað fyrr í vikunni að slá af fimmtudagsrúntinn 5.5.2022 sökum slæmrar veðurspár og annarra anna.
Biðjumst velvirðingar á því.

Fimmtudaginn 12.5.2022 kl 19:00 boðum við til fundar í Smalakofanum sem varðar ferðaplön sumarsins og þá helst ferð sem til stendur að fara (líklegast 11-12.júní, gist eina nótt).

Ef vel viðrar verður smá fimmtudagshringur tekinn á eftir svo ef veðrið er gott þá endilega mætið á hjólum!

Bestu kveðjur,
Stjórnin

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/fimmtudagsruntar-og-fundur/