1. maí keyrsla 2019

Hittumst í Smalakofanum, klúbbhúsi okkar að
Borgargerði/Borgarteig rétt fyrir 11:00. Gengið er inn Borgargerðismegin. Mælst er til með að allir verðir búnir að fylla á tankinn og séu tilbúnir til brottfarar en kl 11:00 verður lagt af stað á Blönduós yfir Þverárfjall þar sem stoppað verður og snæddur hádegisverður. Að því loknu þá verður farið yfir vatnsskarðið og áleiðis að Varmahlíð en þar verður keyrt inn að Steinsstöðum þar sem verður tekin stutt pása á keyrslu. Því næst höldum við aftur að Varmahlíð en tökum Blönduhlíðina aftur að Sauðárkróki þar sem hópakstri verður slitið á sama stað og við byrjuðum við Smalakofann. Ef menn eru með tillögur að einhverjum breytingum á þessu plani þá er það opið þegar hópurinn er saman kominn í fyrramálið.

Vonumst til að sjá sem flesta.

kv. Stjórnin.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/1-mai-keyrsla-2019/