Ferð um Vesturland

Það styttist í ferðina um Vesturland dagana 1.-3. júlí. Lagt verður af stað frá N1 á Sauðárkróki föstudaginn 1. júlí kl. 13:00 og haldið sem leið liggur að Laxárbakka í Leirársveit með viðkomu að Þingeyrum og Bifröst í Borgarfirði. Gist verður að Laxárbakka, en gert er ráð fyrir kvöldmat á Akranesi.

Laugardaginn 2. júlí er gert ráð fyrir ferð um Snæfellsnes eða ferð til Þingvalla og Nesjavalla allt eftir veðri og vindum. Um kvöldið verður kvöldverður að Laxárbakka.

Sunnudaginn 3. júlí verður farin ferð um Hvalfjörð, að Meðalfellsvatni og síðan haldið heim á leið.

Enn eru laus pláss í ferðina og áhugasamir hvattir til að skrá sig hjá Kela í síma 894-7484 eða á thorkell.vilhelm@gmail.com Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

Hægt er að panta morgunverð að Laxárbakka og uppábúið rúm, annars er gert ráð fyrir svefnpokagistingu. Þessar upplýsingar þurfa að berast til Kela.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/ferd-um-vesturland/

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.