Kraftur 2013

Ágætu Smaladrengir
Það styttist í sýninguna Kraft sem haldin verður 16.-17. nóv.  Við höfum fengið úthlutað plássi sem er svipað að stærð og síðast.  Stefnt er á glæsilega sýningu að vanda.
Nú er komið að því að velja hjól á sýninguna.  Það er tillaga mín að í ár verði lögð áhersla á gömul og uppgerð hjól og óska ég eftir tillögum frá ykkur um hjól sem falla í þann flokk.  Ef ekki fást nógu mörg hjól í þeim flokki munum við bæta við öðrum hjólum.  Ég óska sömuleiðis eftir tillögum að slíkum hjólum.
Þá óska ég eftir sjálboðaliðum til að manna vaktir á sýningunni, en gert er ráð fyrir að fulltrúar klúbbanna sem sýna verði alltaf til staðar á sýningunni.
Loks er gert ráð fyrir að sýnendur taki saman upplýsingar um hjólin á borð við tegund, árgerð, akstur, hestöfl, sögu og þess háttar.  Staðlað eyðublað verður útbúið þegar nær dregur.
Ég treysti á tillögur frá ykkur, annars verður val á hjólum í mínum höndum, vina minna og vandamanna, sem sagt hreinn klíkuskapur.
Kveðja
Keli

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/kraftur-2013/

Fimmtudagsrúnturinn 19-09

Það er ísing á götunum þegar að ég skrölti í vinnuna í morgun.  Ég læt það vera að senda SMS í dag en við sjáum hvað setur.  Engu að síður ef mönnum langar að hjóla og aðstæður leifa þá er bara að mæta á N1 ef aðstæður breitast eins og vanalega um 20 leitið.  Það vantar myndir frá þarsíðasta fimmtudegi en þá var vel mætt en þær koma síðar.  Læt eina fljóta með sem ég rakst á frá Brynjari til gamans.

1234476_10200681923666123_1540943159_n

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/fimmtudagsrunturinn-19-09/

Til gamans !! æfið ykkur heima….eða ekki.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/til-gamans-aefid-ykkur-heima-eda-ekki/

Myndband frá Gauksmýrartúrnum

Svona á að gera þetta,  glæsilegt Brynjar.

https://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=egL9bao0ESg#t=1159

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/myndband-fra-gauksmyrarturnum/

Gauksmýri

Þetta var flottur hópur sem fór á Gauksmýri í gær.  Við fórum af stað frá Ábæ kl. 18 og vorum komin til baka aftur kl. 22.30.  Það voru 15 einstaklingar sem fóru á 13 hjólum frá Vélhjólaklúbbi Skagafjarðar og Smaladrengjum.  Veður var frábært og tókst ferðin í alla staði vel.  Hér eru nokkrar myndir,  en þær voru teknar á síma!!

WP_000185 WP_000189 WP_000192 WP_000193 WP_000195

 

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/gauksmyri-3/