Hópakstur á Lummudögum

Í tilefni Lummudaga verður efnt til hópkeyrslu um Sauðárkrók laugardaginn 24. Júní. Mæting við Ábæ kl. 13:30 og haldið af stað kl. 13:50. Hópkeyrslunni lýkur svo við Ráðhúsið þar sem hjólunum verður stillt upp til sýnis.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/hopakstur-a-lummudogum-2/

Landsmót bifhjólafólks

Landsmótsnefnd Rafta hvetur hjólara til að taka þátt í stærsta viðburði bifhjólafólks á árinu hérlendis. Allt er að verða klárt í magnað landsmót, uppfullt af leikjum, mat, drykk og tónlistarviðburðum og fleiru skemmtilegu.  Upplýsingar um mótið er á heimasíðu Rafta www.raftar.is og á Fésbókarsíðu og er þá nóg að slá inn í leit Raftar eða Landsmót.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/landsmot-bifhjolafolks/

Hvítasunnuferð

Farin verður ferð til Eyjafjarðar laugardaginn 11. júní. Farinn verður Tröllaskagahringurinn frá Sauðárkróki um Fjallabyggð og ekið um Eyjafjörð. Farið verður til baka um Öxnadalsheiði. Lagt verður af stað frá N-1 á Blönduósi kl. 09:20, frá N-1 Sauðárkróki kl. 10:00 og frá Olís á Sigló kl. 11:30.

Ferðanefndin

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/hvitasunnuferd/

Bilun í SMS sendingu

Vegna bilunar í SMS sendingum fór það útkall sem átti að fara í gær eins og stefnt var að ekki á stað. Við vonum að flestir okkar hafi lesið heimasíðuna og mæti við N1 á eftir.

Stjornin

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/bilun-i-sms-sendingu/

Hjólabræður heimsækja Sauðárkrók

Sjómannadagurinn 5. júní

Hjólabræður heimsækja Sauðárkrók. Þeir koma frá Siglufirði og leggja af stað þaðan kl. 10:00. Siglfirðingar fylgja þeim í Skagafjörð og mælum við með því að Smaladrengir á svæðinu taki á móti „bræðrum“ okkar á Hofsósi kl 11:00. Farið verður frá N1 á Sauðárkróki kl 10:30. Munið að skrá ykkur í ferðina með því að svara sms skeytinu sem þið fenguð.

Stjórnin

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/hjolabraedur-heimsaekja-saudarkrok/