Hvítasunnuferð

Farin verður ferð til Eyjafjarðar laugardaginn 11. júní. Farinn verður Tröllaskagahringurinn frá Sauðárkróki um Fjallabyggð og ekið um Eyjafjörð. Farið verður til baka um Öxnadalsheiði. Lagt verður af stað frá N-1 á Blönduósi kl. 09:20, frá N-1 Sauðárkróki kl. 10:00 og frá Olís á Sigló kl. 11:30.

Ferðanefndin

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/hvitasunnuferd/

Bilun í SMS sendingu

Vegna bilunar í SMS sendingum fór það útkall sem átti að fara í gær eins og stefnt var að ekki á stað. Við vonum að flestir okkar hafi lesið heimasíðuna og mæti við N1 á eftir.

Stjornin

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/bilun-i-sms-sendingu/

Hjólabræður heimsækja Sauðárkrók

Sjómannadagurinn 5. júní

Hjólabræður heimsækja Sauðárkrók. Þeir koma frá Siglufirði og leggja af stað þaðan kl. 10:00. Siglfirðingar fylgja þeim í Skagafjörð og mælum við með því að Smaladrengir á svæðinu taki á móti „bræðrum“ okkar á Hofsósi kl 11:00. Farið verður frá N1 á Sauðárkróki kl 10:30. Munið að skrá ykkur í ferðina með því að svara sms skeytinu sem þið fenguð.

Stjórnin

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/hjolabraedur-heimsaekja-saudarkrok/

Honda VTX 1300 árg. 2006 til sölu

Til sölu: HONDA VTX 1300 S
Árg.2006.  Litur svartur.  Ekið:14.000 km.

Hlaðið aukahlutum ss. Honda leðurtöskur, gler + sissy og bögglaberi.
Slatti af aukakrómi.
Nýleg dekk.
Skoðað 2012
Hjólið lítur út sem nýtt.
Verð kr: 1.400.000

Upplýsingar gefur Óli Þór í síma: 863-5306 og á thor31@simnet.is

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/honda-vtx-1300-arg-2006-til-solu/