Fimmtudagsrúnturinn 26.07

Skruppum á Blönduós í ágætis veðri kaffi og súkkulaði,  smá bras á heimleiðinni þar sem einhver miði datt úr veskinu mínu um daginn þegar að ég var að taka bensín og ég var ekki alveg viss en grunaði þó að eftilvill, kanski, hugsanlega,  hefði helv….  lent ofaní tanknum.  og bíngó  þegar að komið var frammjá golfvellinum á heimleiðinni þá fór gammli rauður að ganga ílla og drap svo á sér,  hökti svo á stað að afleggjaranum að Þverárfjallinu.  þar var tekin pása og ítt og startað og hallað hjóli og hvaðeina bensínsían nær alveg tóm þannig að grunurinn var rökstuddur.   Stuttu síðar skröllti Kawinn svo í gang og komst heim í skúr.  Leit af miðanm ofaní tanknum fer framm um helgina.  Kveðja og takk fyrir rúntinn og aðstoðina.

Svavar #76

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/fimmtudagsrunturinn-26-07/

Varúð!!

Bara að nota tækifærið og mynna menn á að hvítu merkingarnar eru flug hálar þegar að loksins byrjaði að rigna.  fór næstum því á hausinn í gær sjálfur í hvervisbrekkunni við afleggjaran hjá sjúkrahúsinu,  svakalegt þegar að hjólið slætar nánast undan manni, en slapp í þetta sinn..

Svavar #76

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/varud/

Húnavaka.

Jæja þá er það Húnavakan.  Mæting í dag laugardag kl 13.00 N1 Króknum.  Sól og blíða

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/hunavaka/

Fimmtudagurinn 19.07

Skruppum fjórir saman “Blönduhlíðrarrúntinn”   Stoppuðum aðeins í Vörmuhlíðinni við erum ekki alveg vissir enþó nokkuð öruggir á að Bin Laden hafi verið að snúa ofaní sig ís þarna í kaupfélaginu.  Við þorðum bara ekki að tilkinna það vegna hræðslu um að það yrði sent flugskeiti á sjoppuna og hvar stoppum við þá ?

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/fimmtudagurinn-19-07/

BMW mótorhjólaumboð

Í tilefni þess að BMW mótorhjólaumboð hefur verið opnað í fyrsta skipti á Íslandi langar umboðinu, Reykjavík Motor Center, að bjóða þér og öllum félagsmönnum klúbbsins þíns í frumsýningu á 2012 árgerðinni af BMW GS hjólum. Sýningin verður næstkomandi laugardag, 23. júní, í húsnæði Reykjavík Motor Center við Holtaveg (þar sem Jói Fel var á sínum tíma). Í viðhenginu eru nánari upplýsingar og þætti eigendum RMC vænt um ef þú vildir sjá til þess að þær verði birtar á vefsíðu þíns klúbb og/eða send félögunum í tölvupósti. Tilkynningin er í þremur mismunandi stærðum þannig að þú getir valið stærð sem hentar þinni síðu. Fyrir hönd Reykjavík Motor Center Með bestu kveðju og þakklæti, LEÓPOLD SVEINSSON Bíladagar Akureyri 17.06

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/bmw-motorhjolaumbod/