Sumardagurinn fyrsti

Ágætu Smaladrengir

Upphaf sumarvertíðarinnar verður að venju við Fallið, minnismerki um fallna bifhjólamenn, í Varmahlíð sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl kl. 13:00. Séra Gísli Gunnarsson mun flytja þar hugvekju fyrir komandi hjólavertíð.

Haldið verður frá N1 á Króknum kl. 12:30. Að lokinni hugvekju verður haldið að Maddömukoti og staldrað þar við áður en haldið verður að Samgönguminjasafninu í Stóragerði en þar er hægt að kaupa dýrindis kaffiveitingar.

Allt bifhjólafólk er velkomið.

F.h. stjórnar
Smaladrengur nr. 19

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/sumardagurinn-fyrsti-9/

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.