Aðalfundi frestað um óákveðin tíma

Kæru Smalar,

Stjórn Vélhjólafélags Smaladrengja hefur tekið ákvörðun um að fresta aðalfundi sem halda hefði átt í mars mánuði um óákveðin tíma. Það er okkar mat að á meðan samkomubann er við gildi og þessi Coronu faraldur gengur yfir landið og heimsbyggðina alla að það sé óskynsamlegt að boða til fundar. Við munum endurskoða málið eftir sirka þrjár vikur. Ef ástandið hefur eitthvað skánað þá verður hægt að auglýsa fund, sem væri þá haldinn í síðustu viku apríl mánaðar. Þetta eru okkar björtustu vonir en ef ástandið verður eins eða verra munum við þurfa að endurskoða málið.
Bestu kveðjur,
f.h. Smaladrengja.
Björn Ingi Björnsson – Formaður.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/adalfundi-frestad-um-oakvedin-tima/