Aðalfundur 2022 – Fundargerð

Aðalfundur Smaladrengja haldinn í Smalakofanum 25. apríl kl 18:00 2022

Mættir voru:
Björn Ingi Björnsson
Gunnar Ingi Gunnarsson
Páll Stefánsson
Baldur Sigurðsson
Trausti Jóel Helgason
Björn S. Þórisson
Kristján Óli Jónsson
Guðmundur R. Stefánsson (Fjartenging)
Sveinn Ragnarsson

Björn Ingi Björnsson kosinn fundarstjóri og fundarritari.

Inntaka tveggja nýrra félaga:
Sveinn Ragnarsson og Erling Ólafsson, samþykkt.
Starfsemi síðasta árs er mjög stutt sökum covids faraldrar, en farnir voru örfáir fimmtudagsrúntar með dræmri mætingu. Lagt til að rífa þetta upp í sumar.
Endurskoðaðir reikningar voru lagðir fram og samþykktir einróma.
Tillaga um lagabreytingu lögð fram, um að seinka kvöðinni um hvenær skal halda aðalfund um mánuð svo það sé mars-apríl sem hann skal halda í stað febrúar-mars áður
Félagsgjöld skulu haldast óbreytt.
Stjórn er óbreytt frá fyrra ári var samþykkt einróma.
kosning nefnda er óbreytt frá fyrra ári og var samþykkt einróma

Önnur mál:
rætt um að skoða möguleikana á því að gera eitthvað í kringum “Fallið” minnisvarða um fallna hjólafélaga í Varmahlíð.
þar sé svæðið í kring ekki heillandi og frekar mikil drulla. Þarna vantar stíg eða hellur í kring og jafnvel lítinn setbekk.
skoða það að fá verktaka til að liðsinna okkur í þessu, en jafnframt gera þetta í góðu samkomulagi og samstarfi við Tíuna og jafnvel Snigla.
Ákveðið að halda fund 12. maí í Smalakofanum. Fimmtudagsfundur til að ræða ferðaplön sumarsins og taka svo smá hjólarúnt á eftir.
hugmynd að fyrstu ferð er 11-12. júní (2. daga ferð).

Fleira ekki rætt og fundi slitið.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/adalfundur-2022-fundargerd/