Ljósanótt um næstu helgi

Jæja smalar þá er það ljósanótt í henni Reykjavík fyrir sunnan.  Planið er að farið verði á föstudaginn N1 á kóknum kl 15.15  og farið verður á Blönduós og þar ætlar alla vega Björn að vera klár á N1 kl 16.00.  Þeir sem koma á öðrum tíma suður vinsamlega hafið samband svo að menn geti sameinast í hópkeirsluna á ljósanótt (laugardag), þá annað hvort Baldur í síma 893-3515 eða Björn 864-4820.  Gert er ráð fyrir að menn sjái sjálfir um að fynna sér gistingu.

Áætluð heimferð er á sunnudag,  verður ákveðið á staðnum af þeim sem mæta.

Þetta er það plan sem hefur komið frá þeim fyrir sunnan   “Olís verður með sitt árlega grill klukkan 13:00 og svo um 14:30 læðum við hjólunum yfir á Nettoplanið (ef þú ert ekki viss hvar það er þá eltu hjólið á undan þér) Svo nákvæmlega klukkan 15:00 er ekið af stað niður Hafnargötuna og fornbílarnir elta okkur og við endum á SBK planinu.”

 

F

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/ljosanott-um-naestu-helgi/

Fimmtudagsrúnturinn 28/8

Farið var á átta hjólum framm í Lytingstöðum og kynntum við okkur starfsemina þar rúllað var svo heim í dalalægð og pínu þoku.  Skemmtilegur rúntur sjáumst næsta fimmtudag.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/fimmtudagsrunturinn-288/

Fimmtudagsrúnturinn 14/8 2014

 

Verð að leggja á stað frá N1 á Króknum

Vegna rafmagnsleysis var allt netsamband úti hjá mér og ég náði ekki að senda út SMS en engu að síður var þokkalega mætt og rendum við í Starrastaði í Lýdó nánar til tekið í Starrastaði þar sem er gróðrastöð,  maður getur alltaf á sig blómum bætt var einhvertíman sagt.  á bakaleiðinni var svo stoppað í Vörmuhlíðinni og spjallað og drukkið kaffi eða borðaður ís og þar á eftir farið brautina út á Krók.  Það voru vegaframkvæmdir sem við fórum varlega í gegnum vandræðalaust.

Takk fyrir samveruna sjáumst næsta fimmtudag.

Svavar #76

Jói að skoða

 

Maður getur alltaf á sig blómum bætt.

Blómlegir.

Blóm !!

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/fimmtudagsrunturinn-148-2014/

Lýdó fimmtudagsrúnturinn 7/8 2014

Við skruppum í Lýdó nánar tiltekið til Helga Steinars á Ljósalandi og kíktum á húfusafnið hans sem er ekkert smávegins eða um 2500  húfur,   alveg magnað safn.  Við þökkum Helga fyrir að taka á móti okkur alltaf skemmtilegt að sjá eitthvað öðruvísi en maður er vanur að sjá.

Rent í hlað.

Það er líka til með hári (getur verið kostur)

Kanski vill Siggi fá sér hippa ?

Helgi með eina ser er með viftu sem gengur fyrir sólarsellu sem er uppá húfunni.

Ekkert smá magn.

Spurning um hvað á að setja upp í dag ?

Fyrir framan húsið sem húfusafnið er í.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/lydo-fimmtudagsrunturinn-78-2014/

Fimmtudagsrúnturinn 07/08 2014

Á morgun er jú fimmtudagur og við rúntum eitthvað  látið sjá ykkur N1 á Króknum kl 20.00

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/fimmtudagsrunturinn-0708-2014/