Sumardagurinn fyrsti 2013

Frekar var sumardagurinn fyrsti kuldalegur að þessu sinni,  en engu að síður mættu 7 hjól og eitt fjórhjól og tóku stuttan rúnt í bæinn og við lögðum hjólunum hjá Maddömmukoti og þar var vel tekið á móti okkur eins og vanalega.

Við færðum þeim smá peningagjöf frá okkur Smaladrengjum að upphæð 50.000 kr og innrammað skjal því til staðfestingar.   Vil ég sérstaklega þakka þeim sem létu sig hafa það að koma í frekar óskemmtilegu veðri og vera með.

Kveðja með von um batnandi tíð.  Svavar #76

IMG_9085IMG_0420

 

 

Fleirri myndir í Myndagalleríinu undir Sumardagurinn fyrsti 2013

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/sumardagurinn-fyrsti-2013/

“Sumardagurinn fyrsti”

Þar sem veðurútlit er slæmt og kulda spá þá frestum við árlegum hópakstri og bænastund okkar hjá Fallinu í Varmahlíð að þessu sinni.  Hins vegar ef veður “leyfir” og götur verða auðar þá ætlum við að hittast á N1 kl. 14.00  og rúnta að Maddömmukoti og stilla hjólunum upp þar eins og vanalega.  Eins ætlum við að færa þeim sumargjöf   ;O)

Vonandi sjáumst við sem flest.  Með sumarkveðju.

Stjórnin.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/sumardagurinn-fyrsti-4/

Við vonum það besta..!!

12397_502047229849226_488950636_n

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/vid-vonum-thad-besta/

Sumardagurinn fyrsti.

Árleg bænastund við Fallið í Varmahlíð fer fram á fimmutdag, Sumardaginn fyrsta, kl. 13:30. Gert er ráð fyrir mætingu á staðinn upp úr kl. 13:00. Að lokinni bænastund, undir stjórn Séra Gísla Gunnarssonar, verður haldið á Krókinn og endað við Maddömmukot  þar sem Smaladrengir ætla að færa þeim sumargjöf.

 

Félagar eru hvattir til að fjölmenna.

 

Stjórnin

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/sumardagurinn-fyrsti-3/

Framhald á samsetningu.

 

 

 

Þá er hjólið komið á dekkin og pústin hava verið sprautuð og gerð fín  ;O)  komnar myndir í galleríið   Svavar #76

IMG_9043IMG_9045

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/framhald-a-samsetningu/