Vorferð. Ferð um Norðaustur og Austurland.

Kæru Smaladrengir

Vakin er athygli á eftirfarandi þriggja daga ferð sem til stendur að fara föstudaginn 10. maí, ef veður leyfir:

Föstudagurinn 10. maí.  Ferð um Norðaustur og Austurland.

Dagur 1.           Farið frá N-1 á Sauðárkróki kl. 11:00. Sauðárkrókur-Akureyri-Víkurskarð-Húsavík-Kelduhverfi-Hófaskarð-Ytra-Áland í Þisilfirði.

Dagur 2.           Ytra-Áland-Vopnafjörður-Möðrudalsöræfi-Egilsstaðir (Rúntur á Héraði). Farið til baka í Möðrudal þar sem verður gist.

Dagur 3.          Möðrudalur-Mývatn-Goðafoss-Akureyri-Heim.

Hægt er að skrá sig í ferðina á: saudarkrokur@avis.is og thorkell.vilhelm@gmail.com.
Kveðja
Ferðanefndin

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/vorferd-ferd-um-nordaustur-og-austurland/

Fæ þetta myndbrot lánað frá Valgeiri af facebook.

Þetta frábæra myndband ættum ekki að láta fram hjá okkur fara.

http://www.youtube.com/watch?v=Ph0SjLC_lqk&feature=share

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/fae-thetta-myndbrot-lanad-fra-valgeiri-af-facebook/

Aðalfundur 2013

Aðalfundur Véhjólafélags Smaladrengja haldinn 4. apríl 2013 í Bóknámshús FNV

Svavar Sigurðsson, formaður setti fundinn og minntist fallinna félaga, þeirra Egils Benediktssonar og Snæbjörns Adolfssonar.  Þá bauð hann nýja félaga velkomna.

  1. Svavar Sigurðsson var kosinn fundarstjóri og Þorkell V. Þorteinsson var kosinn fundarr ritari.
  2. Gjaldkeri kynnti reikninga félagsins.  Reikningar félagsins voru samþykktir einróma.
  3. Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemina.
    1. Svavar gerði grein fyrir ferðum félagsins.
    2. Þorkell gerði grein fyrir ferð í júnímánuði um Vesturland.
    3. Svavar taldi fimmtudagsrúntinn vera kominn til að vera, en fannst heldur fámennt í helgarferðir.
    4. Rætt um heimasíðuna og fyrirkomulag hennar. Pétur Ingi lagði til að gerð yrði ný heimasíða í Word Press forritinu.
    5. Lagabreytingar sem samþykktar voru einróma:
      1. 3. grein verði „Þeir einir teljast fullgildir félagar sem greitt hafa félagsgjöld“.  Samþykkt einróma.
      2. „að vera minnst 21 árs gamall“ falli út.  Samþykkt einróma.
      3. „að hafa réttindi til aksturs stórra bifhjóla“ falli út. Í staðinn komi „að hafa réttindi til aksturs bifhjóla, eða vera tengdur félaginu“.   Samþykkt einróma.
      4. „að vera ekki meðlimur / aðili að ólöglegum vélhjólasmatökum“ komi inn.  Samþykkt einróma.
      5. „að vera reyklaus“ falli út.  Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum nema einu.
      6. „hafi sótt um aðild til stjórnar“ falli út.  Samþykkt einróma.
      7. 12. Grein.  „Innifalið í gjaldinu er félagsskírteini“ fellur út. Samþykkt einróma.
      8. Kosning stjórnar, varamanna og skoðunarmanns reikninga.
        1. Eftirtaldir voru kosnir í stjórn, sem skipar með sér verkum:

i.      Páll Stefánsson

ii.      Sigurður Baldursson

iii.      Björn S. Þórisson

iv.      Steinn Elmar Árnason

  1. Trausti Jóel Helgason var kosinn skoðunarmaður reikninga.
  2. Baldur Sigurðsson, Þorkell V. Þorsteinsson og  Kristján Óli Jónsson voru kosnir í ferða- og skemmtinefnd.
  3. Pétur Ingi Björnsson, Páll Stefánsson og Þorkell V. Þorsteinsson voru kosnir í neðsíðunefnd.
  4. Önnur mál
    1. Samþykkt að styrkja Madömmukot um kr. 50.000. Rætt um að afhenda gjöfina og vekja athygli á henni á Sumardaginn fyrsta .
    2. Formaður kynnti umræður um innheimtu félagsgjalda. Sent verður út SMS og kvaðning sett í heimabanka í formi valkröfu. Gjalkera falið að annast málið.
    3. Samþykkt að hækka félagsgjaldið í kr. 2.500.
    4. Rætt um stöðu félagsins gagnvart þeim sem ekki búa i Skagafirði. Svavar greindi frá ónægju Siglfirðinga með að starfsemina.
    5. Rætt um merki félagsins og hugmyndir um að skerpa útlínur merkisins.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið

Þorkell V. Þorsteinsson

Baldur Sigurðsson
Birgir Hreinsson
Björgvin Guðmundsson
Björn S. Þórisson
Ingólfur Arnarson
Kristján Óli Jónsson
Páll Stefánsson
Pétur Ingi Björnsson
Símon Skarphéðinsson
Svavar Sigurðsson
Trausti Jóel Helgason
Valgeir Valgeirsson

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/adalfundur-2013/

Aðalfundur Smaladrengja 2013

Aðalfundur Smaladrengja 2013 verður haldinn í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki fimmtudaginn 04.04 kl 18:00.

Dagskrá aðalfundar er hefðbundin:
• Kosning fundarstjóra og fundarritara
• Inntaka nýrra félaga.
• Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs.
• Stjórnin leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs.
• Lagabreytingar.
• Kosning stjórnar, varamanna og skoðunarmanns reikningshalds
• Kosning nefnda.
• Önnur mál.

Kveðja Svavar Sigurðsson.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/adalfundur-smaladrengja-2013/

Kawasaki GPZ 550 1985

Kawasaki GPZ

Hjólið er selt.GPZ 550

 

 

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/kawasaki-gpz-550-1985-2/