Sumardagurinn fyrsti

Ágætu Smaladrengir

Fimmtudaginn 21. apríl, sumardaginn fyrsta, er ráðgert að hittast við Fallið í Varmahlíð kl 13:00.

Farið frá N1 Sauðárkróki kl 12:00

Séra Gísli Gunnarsson verður þ.ví miður fjarverandi svo samkoman verður ekki með hefðbundnu sniði. Hugmyndin er að koma saman og minnast fallina félaga og horfa inn í hjólasumarið.

Að lokinni samkomu í Varmahlíð er ætlunin, fyrir þá sem það vilja, að halda sem leið liggur að Samgönguminjasafninu í Stóragerði og njóta veitinga sem þar verða í boði í tilefni dagsins.

Með sumarkveðju,
Stjórnin.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/sumardagurinn-fyrsti-10/

Aðalfundur 2022

Aðalfundur Vélhjólafélags Smaladrengja 2022 verður haldinn kl 18:00 mánudaginn 25. apríl í Smalakofanum, klúbbhúsi okkar að Borgarteig, en gengið inn Borgargerðismegin.

Dagskrá aðalfundar er hefðbundin:

Kosning fundarstjóra og fundarritara
Inntaka nýrra félaga.
Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs.
Stjórnin leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs.
Lagabreytingar.
Kosning stjórnar, varamanna og skoðunarmanns reikningshalds
Kosning nefnda.
Önnur mál.

léttar veitingar í boði

Vonast til að sjá sem flesta.

f.h. Smaladrengja
Björn Ingi Björnsson
Formaður

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/adalfundur-2022/

Fimmtudagsrúntur 10. júní – Aflýst

AFLÝST vegna úrhellis rigningu

Mæting kl 19:00 á N1 Sauðárkróki.
Ferðaplön verða ákveðin á staðnum af þeim sem mæta.

Náum við 10 hjólum? Endilega mætið ef þið getið!

Kv. Formaðurinn

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/fimmtudagsruntur-10-juni/

Fimmtudagsrúntur 3. Júní

Fimmtudagsrúntur 3. Júní, brottför kl 19:00 frá N1 Sauðárkróki. Ferðaplön ákveðin á staðnum af þeim sem mæta! Vona að sem flestir sjái sér fært um að mæta!
Kv. Formaðurinn

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/fimmtudagsruntur-3-juni/

Fyrsti fimmtudagsrúnturinn 2021

Kæru Smalar.

Fyrsti skipulagði fimmtudagsrúnturinn verður farinn á morgun 27. maí og brottför verður kl 19:00 frá N1 Sauðárkróki. Ferðaplön verða ákveðin á staðnum af þeim sem mæta. Vonast til að sem flestir sjái sér fært að dusta rykið af græjunum eftir veturinn og koma með!

kv. Formaðurinn.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/fyrsti-fimmtudagsrunturinn-2021/