Ferð um Vesturland

Það styttist í ferðina um Vesturland dagana 1.-3. júlí. Lagt verður af stað frá N1 á Sauðárkróki föstudaginn 1. júlí kl. 13:00 og haldið sem leið liggur að Laxárbakka í Leirársveit með viðkomu að Þingeyrum og Bifröst í Borgarfirði. Gist verður að Laxárbakka, en gert er ráð fyrir kvöldmat á Akranesi.

Laugardaginn 2. júlí er gert ráð fyrir ferð um Snæfellsnes eða ferð til Þingvalla og Nesjavalla allt eftir veðri og vindum. Um kvöldið verður kvöldverður að Laxárbakka.

Sunnudaginn 3. júlí verður farin ferð um Hvalfjörð, að Meðalfellsvatni og síðan haldið heim á leið.

Enn eru laus pláss í ferðina og áhugasamir hvattir til að skrá sig hjá Kela í síma 894-7484 eða á thorkell.vilhelm@gmail.com Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

Hægt er að panta morgunverð að Laxárbakka og uppábúið rúm, annars er gert ráð fyrir svefnpokagistingu. Þessar upplýsingar þurfa að berast til Kela.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/ferd-um-vesturland/

Hópkeyrsla á Bíladaga á Akureyri

Farið verður í hópkeyrslu á Bíladaga á Akureyri frá N1 kl. 10:00 og frá N1 á Blönduósi kl. 09:20. Eftirfarandi eru upplýsingar um bílasýninguna:

Bílasýning 2011

Okkar árlega þjóðhátíðarsýning fer að þessu sinni fram 17. og 18. Júní en hún er haldin í Boganum eins og undanfarin ár. Það er opið hjá okkur frá kl. 11:00. – 21:00. þann 17. Júní og svo frá 11:00. – 17:00. þann 18. Júní. Miðaverð er krónur 1.500.- en frítt er fyrir 12 ára og yngri. Hægt er að kaupa armbönd á alla viðburði Bíladaga á staðnum.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/hopkeyrsla-a-biladaga-a-akureyri/

Suzuki Hayabusa til sölu

Suzuki Hayabusa 2003 til sölu. Nýtt afturdekk (michelin), xenon, ný keðja og tannhjól, nýtt gler, auka gler, nýir bremsuklossar fylgja, auka sæti, Nyskoðað 2012 og fl. Krissi 8600049 mjög flott hjól

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/suzuki-hayabusa-til-solu/

Hópakstur á Lummudögum

Í tilefni Lummudaga verður efnt til hópkeyrslu um Sauðárkrók laugardaginn 24. Júní. Mæting við Ábæ kl. 13:30 og haldið af stað kl. 13:50. Hópkeyrslunni lýkur svo við Ráðhúsið þar sem hjólunum verður stillt upp til sýnis.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/hopakstur-a-lummudogum-2/

Landsmót bifhjólafólks

Landsmótsnefnd Rafta hvetur hjólara til að taka þátt í stærsta viðburði bifhjólafólks á árinu hérlendis. Allt er að verða klárt í magnað landsmót, uppfullt af leikjum, mat, drykk og tónlistarviðburðum og fleiru skemmtilegu.  Upplýsingar um mótið er á heimasíðu Rafta www.raftar.is og á Fésbókarsíðu og er þá nóg að slá inn í leit Raftar eða Landsmót.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/landsmot-bifhjolafolks/