Það er búið að útbúa merki til að sauma á gallana ef einhvern vantar, nýir félagar fá eins og áður eitt merki þegar að þeir ganga í Smalana, en ef ykkur vantar nýtt eða aukamerki þá er hægt að nálgast þau annað hvort hjá
Páli Stefáns eða Svavar Sig. Fyrir pínulitlar 1.500 kr. stk
Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/merki-felagsins/
Ég hef aðeins verið í sambandi við Frumherja varðandi skoðunardag svipað og í fyrrra, sem þá var haldinn með skoðunardegi húsbíla. Þau svör sem ég hef fengið eru þau að sá sem skoðaði hjólin í fyrra sé upptekinn annarstaðar en þau ætluðu að hafa samband við mig hvort sem af yrði eða ekki.
Ég hef engin svör fengið enþá en ef þið ætlið að bóka tíma þá er um að gera að spyrjast fyrir og pressa pínu á svör. En eins og staðan er núna þá hefur engin ákvörðun um svona dag verið tekin því miður. Svavar #76
Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/skodunardagur-2/
Fyrsti fimmtudagsrúntur sumarsins var farin í kvöld, í sól og fínu veðri. það mættu fimm hjól sem fóru hringinn austur yfir í Blönduhlíð og brautina heim, (nema Bjössi sem fór yfir vatnskarð og langadal heim aftur) fjórhjól sem fór stutt eða niður á sanda og reiðhjól sem fór enn styttra.

Setið í sólinni.
Sjáumst hress á næsta fimmtudag. ;O)
Svavar #76

Gísli mætti, á hjóli með hjálm.
-

Hjól
Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/fimtudagsrunturinn-30-05-2013/
Jæja gott fólk þá er það fyrsti stutti rúnturinn á dagskránni þetta sumarið. Endilega látið sjá ykkur á næsta fimmtudagskvöld kl. 20.00 á N1 og það verður ákveðið af þeim sem mæta hvert skal hjóla.
Svavar #76
Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/fimmtudagsrunturinn-3/
Árleg bænastund í upphafi hjólasumars, sem féll niður sumardaginn fyrsta ,var haldin að kvöldi hvítasunnudags kl. 20:30 í Víðimýrarkirkju.
Alls tóku 14 hjól þátt í hópakstri frá Sauðárkróki að Víðmýrarkirkju, en 10 sálir sóttu helgistundina sem séra Gísli Gunnarsson sá um helgistundina sem var samtvinnuð við okkar árlegu ferðabæn og minningu látinna. Að helgistund lokinni var ekið að Fallinu, minnismerki um fallið bifhjólafólk, þar sem kveikt var á kerti í minningu fallinna félaga.
Að athöfn lokinni héldur flestir til síns heima en fjögur hjól fylgdu tveimur Blönduósingum heim og héldu að því loknu yfir í Skagafjörð yfir Þverárfjall. (sjá myndir 2013).

Hjólamessa í Víðimýrarkirkju

Hjólamessa í Víðimýrarkirkju
Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/hjolamessa-i-vidimyrarkirkju/