Fimmtudagsrúntur

Kæru Smalar.

Fyrsti fimmtudagsrúnturinn þetta árið verður á morgun 16. Maí. Ferðaplön eru óráðin en við tökum einhvern góðan hring! Mæting í Smalakofann kl 19:30.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/fimmtudagsruntur-2/

Ferð í Borgarnes 11. maí á Bifhjóla og fornbílasýningu.

Ferðinni er aflýst vegna vondrar veðurspárs en það eru því miður bara mínustölur í kortunum og ekkert sérstakt hjólaveður. Það á samt að ganga niður eftir helgi og hitinn fer þá aftur upp sem betur fer.

Fyrirhugað er að fara ferð í Borgarnes 11. maí á Bifhjóla og Fornbílasýningu. Lagt yrði nokkuð snemma af stað, eigi síðar en kl 11:00 frá Smalakofanum. Planið er alveg opið en yrði sennilega eitthvað í þessa áttina: Byrjað að fara á sýninguna svo fengið sér eitthvað að borða og mögulega skroppið í sund(heita pottinn) ef fólk er þannig stemmt. Að því loknu yrði akstur heim.
sjá nánari umræði á Facebook síðu okkar:
https://www.facebook.com/groups/56620716909/

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/ferd-i-borgarnes-11-mai-a-bifhjola-og-fornbilasyningu/

1. maí keyrsla 2019

Hittumst í Smalakofanum, klúbbhúsi okkar að
Borgargerði/Borgarteig rétt fyrir 11:00. Gengið er inn Borgargerðismegin. Mælst er til með að allir verðir búnir að fylla á tankinn og séu tilbúnir til brottfarar en kl 11:00 verður lagt af stað á Blönduós yfir Þverárfjall þar sem stoppað verður og snæddur hádegisverður. Að því loknu þá verður farið yfir vatnsskarðið og áleiðis að Varmahlíð en þar verður keyrt inn að Steinsstöðum þar sem verður tekin stutt pása á keyrslu. Því næst höldum við aftur að Varmahlíð en tökum Blönduhlíðina aftur að Sauðárkróki þar sem hópakstri verður slitið á sama stað og við byrjuðum við Smalakofann. Ef menn eru með tillögur að einhverjum breytingum á þessu plani þá er það opið þegar hópurinn er saman kominn í fyrramálið.

Vonumst til að sjá sem flesta.

kv. Stjórnin.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/1-mai-keyrsla-2019/

Sumardagurinn fyrsti hópkeyrsla

Safnast saman á planinu við Olís Varmahlíð kl:13:00. Gísli Prestur verður með hugvekju eins og tíðkast hefur undanfarin ár. Eftir það liggur leiðin á Sauðárkrók og þaðan mögulega út í Stóragerði eftir því hvað hópurinn sameinast um að gera.

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/1-mai-hopkeyrsla/

Myndakvöld fimmtudaginn 11. Apríl kl 20:00

Kæru Smalar.
Myndakvöld verður haldið næsta fimmtudag kl 20.00 11. Apríl í “Smalakofanum” við Borgargerði/Borgarteig. Gengið er inn Borgargerðismegin.

Ingólfur og Guðmundur ætla að vera með smá myndaseríu og ferðasögur en fleirum er velkomið að koma með myndir á usb lyklum. Svo bara sjáum við til hvað við komumst yfir að skoða á einu kvöldi. Enga örvæntingu þó, því þetta verður vonandi bara eitt af mörgum svona kvöldum sem við munum halda.

Það verður heitt kaffi á könnunni og ef við erum í stuði þá skellum við í vöfflur með sultu og rjóma!

Hlakka til að sjá ykkur
Kv. Formaðurinn

Permanent link to this article: https://www.smaladrengir.is/myndakvold-fimmtudaginn-11-april-kl-2000/